Umferðaröngþveiti í Kópavogi

Vatnsendavegur í morgun.
Vatnsendavegur í morgun.

Gríðarlegar tafir eru á allri umferð um Vatnsendahverfið í Kópavogs og annars staðar í efri byggðum bæjarins vegna hálku. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er byrjað að salta götur en um mannleg mistök er að ræða. 

Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur Vegagerðin annast söltun á götum í Kópavogi í vetur og töldu bæjarstarfsmenn að svo væri einnig nú en þar sem það er komið fram í maí var Vegagerðin hætt að sinna þessari þjónustu. Vonir standa til að fljótlega verði umferðin komin í eðlilegt horf að nýju en í Reykjavík var farið að salta götur í nótt þegar ljóst var í hvað stefndi.

Á Suðurlandi eru hálkublettir eða hálka á vegum. Snjóþekja er í Grafningi og þæfingsfærð er á Bláfjallavegi og Nesjavallaleið. 

á  Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Éljagangur er á Snæfellsnesi.

Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. 

Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum. Hálka og snjóþekja er vestast í Húnavatnssýslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert