Kuldi og uppköst á toppnum

Þarna eru fimm af sex leiðangursmönnum komnir á toppinn.
Þarna eru fimm af sex leiðangursmönnum komnir á toppinn. Ljósmynd/Beity

„Þetta er nú alls ekki fyrsta fjallið sem ég fer á í þess­ari hæð og sem bet­ur fer var þetta nokkuð reynd­ur hóp­ur,“ seg­ir Hall­grím­ur Krist­ins­son. Hann og fimm aðrir fé­lag­ar hans skíðuðu fjallið Mt. Dam­a­vand í Íran í lok apríl. Fjallið er 5.671 metra hátt, hæsta fjall Mið-Aust­ur­landa og jafn­framt hæsta eld­fjall Asíu.

Þegar blaðamaður ræðir við Hall­grím er hann býsna lú­inn en ferðalang­arn­ir komu heim 1. maí. Ferðalagið var alls tíu dag­ar en alls voru þeir sjö daga á fjall­inu. Auk Hall­gríms sam­an­stóð hóp­ur­inn af Birgi Valdi­mars­syni, Guðjóni Ben­field, Hauki Har­alds­syni, Guðjóni Snæ Stein­dórs­syni og Ró­berti Lee Tóm­as­syni.

Leiðin upp var erfið.
Leiðin upp var erfið. Ljós­mynd/​Beity

Þurfa fyrst að venj­ast hæðinni

„Eft­ir und­ir­bún­ing, þar sem við skíðuðum meðal ann­ars 4.000 metra tinda á öðrum fjöll­um til að venj­ast hæðinni, fór­um við upp í hæsta skál­ann á fjall­inu en hann er í 4.250 metra hæð. Þar sváf­um við og lögðum svo í hann upp á topp snemma næsta morg­un,“ seg­ir Hall­grím­ur. 

Þeir komust á topp­inn í há­deg­inu og skíðuðu að því loknu aft­ur niður í skál­ann þar sem lagst var til hvílu áður en lengra var haldið. „Við urðum að vera þar og jafna okk­ur því þetta tók svo mikið á. Við höfðum enga orku til að skíða áfram,“ seg­ir Hall­grím­ur og bæt­ir við að toppa­dag­ur­inn hafi tekið rúma tíu tíma.

Félagarnir á Changizchal-tindi, í um 4.100 metra hæð.
Fé­lag­arn­ir á Chang­izchal-tindi, í um 4.100 metra hæð. Ljós­mynd/​Hall­grím­ur Krist­ins­son

Eins og áður kom fram er þetta ekki fyrsta fjallið sem þeir fé­lag­ar fara á í þess­ari hæð. Fimm af sex manna hópi skíðuðu El­brus í Rússlandi sem er hæsta fjall Evr­ópu, 5.642 metr­ar. Hall­grím­ur seg­ir að stór hluti af svona ferðum sé aðlög­un­in; að fara upp í hæð og niður aft­ur til að lík­am­inn nái að venj­ast auk­inni hæð.

Ældi og ældi en hélt samt áfram

„Á toppa­dag­inn var einn okk­ar, sem hafði verið mjög spræk­ur og hress, far­inn að drag­ast aft­ur úr. Hann kastaði upp og við héld­um að þar væri hans toppa­tilraun lokið því við vor­um komn­ir í tæpa 5.000 metra hæð þegar þetta ger­ist og það má ekk­ert út af bregða. Þegar þú kast­ar upp ertu bú­inn að missa mikla orku og þú þarft á allri þinni orku að halda,“ seg­ir Hall­grím­ur en sá sem ældi þrjóskaðist við og hélt áfram för­inni í átt að toppn­um.

„Síðan ældi hann öðru sinni og við af­skrifuðum hann aft­ur en hann hélt ótrauður áfram. Þetta endaði með því að hann ældi þris­var á leiðinni upp, náði að toppa, og ældi í fjórða skiptið á toppn­um,“ seg­ir Hall­grím­ur. „Ég hef sjald­an kynnst jafn­mikl­um vilja­styrk hjá ein­um manni.“

Ekki var hægt að vera á skíðunum alla leið og …
Ekki var hægt að vera á skíðunum alla leið og þá þurfti að smella þeim á bakið. Ljós­mynd/​Hall­grím­ur Krist­ins­son

Hvera­svæði við topp­inn í mikl­um kulda

Ekki er hægt að skíða alla leið upp á topp fjalls­ins en efstu 200 metr­arn­ir eru þakt­ir ís og rétt við topp­inn er hvera­svæði. „Við þurft­um að skilja skíðin eft­ir í 5.450 metra hæð og geng­um á mann­brodd­um síðustu 200 metr­ana. Þá héld­um við að hann kæmi ekk­ert með okk­ur en við vor­um með tvo leiðsögu­menn með okk­ur og ann­ar þeirra var bara með hon­um. Svo þegar við stönd­um á toppn­um og horf­um niður þá sjá­um við hann þrjósk­ast upp, eitt skref í einu. Við átt­um ekki orð! Svo gekk hon­um mjög vel niður en þá gát­um við beðið eft­ir hon­um.“

Til að lýsa aðstæðum á sjálf­um toppn­um á fjall­inu gríp­ur Hall­grím­ur til klisju sem íþrótta­áhuga­menn kann­ast vel við: „Það var ofboðslega kalt á toppn­um.“ Vind­hraði var um 25 m/​s og 17 gráðu frost fyr­ir utan vind­kæl­ing­una en að sögn Hall­gríms var al­veg magnað að kom­ast á topp­inn.

Þarna voru félagarnir nálægt toppnum.
Þarna voru fé­lag­arn­ir ná­lægt toppn­um. Ljós­mynd/​Hall­grím­ur Krist­ins­son

Ætlar að taka pásu

„Þetta tók á og það er mis­jafnt hvernig þetta fer í menn en þetta hafðist,“ seg­ir Hall­grím­ur og bæt­ir við að all­ir séu þeir fé­lag­ar sem voru í leiðangr­in­um á Mt. Dam­a­vand gaml­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn. „Okk­ur fannst þetta tölu­vert erfiðara en þegar við fór­um á El­brus.“

Hall­grím­ur hlær þegar hann er spurður að því hvort þeir séu ekki farn­ir að und­ir­búa næsta æv­in­týri. „Þetta var þriðji háfjalla­leiðang­ur­inn minn á síðustu fjór­um árum og ég verð að taka hvíld núna. Ég ætla að nýta næsta árið og gifta mig. Það er auðvelt að segj­ast vera hætt­ur rétt eft­ir svona ferð en þegar maður fer að jafna sig þá breyt­ist þetta kannski.“

Sælir og kátir fyrir framan skálann í 4.250 metra hæð.
Sæl­ir og kát­ir fyr­ir fram­an skál­ann í 4.250 metra hæð. Ljós­mynd/​Beity
Hallgrímur með lítinn íslenskan fána á toppnum.
Hall­grím­ur með lít­inn ís­lensk­an fána á toppn­um. Ljós­mynd/​Hall­grím­ur Krist­ins­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert