Þurfa að gyrða sig í brók

Ljósmæður mótmæla fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara.
Ljósmæður mótmæla fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

„Þetta er þræl­snú­in deila en ég er að vona að það komi eitt­hvað í dag,“ seg­ir Áslaug Vals­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands, um kjara­deilu ljós­mæðra og rík­is­ins.

Ní­undi fund­ur­inn í deil­unni verður hald­inn hjá rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 15 í dag.

Áslaug seg­ist hafa átt fín­an fund með Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra á föstu­dag­inn þar sem farið var yfir stöðu mála og þá mögu­leika sem væru í stöðunni.

„Mér fannst hún öll af vilja gerð til þess að reyna að leysa þenn­an hnút þó svo að hún sé ekki fjár­málaráðherra og hafi ekki beint samn­ings­um­boð,“ grein­ir hún frá og kveðst því vera vongóð fyr­ir fund­inn í dag.

„Það þarf að leysa þetta. Við verðum ein­hvern veg­inn að gyrða okk­ur í brók og finna lausn á þessu.“

Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu.
Ljós­mæður standa í harðri kjara­bar­áttu. mbl.is/​Golli

21 ljós­móðir sagt upp

Guðrún Páls­dótt­ir, ljós­móðir á meðgöngu- og fæðing­ar­deild Land­spít­ala, sagði við Morg­un­blaðið að 16 ljós­mæður hefðu sagt upp á deild­inni og að enn væru að tín­ast inn upp­sagn­ir.

Áslaug tel­ur að alls hafi 21 ljós­móðir sagt upp á Land­spít­al­an­um, bæði á meðgöngu- og fæðing­ar­deild­inni og á fæðing­ar­vakt­inni.

„Þetta er grafal­var­legt. Það þarf að leysa þetta og það þurfa all­ir að leggja sig fram við það.“

Um­mæli Bjarna ekki hjálp­leg

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði um helg­ina að kröf­ur ljós­mæðra væru 20 pró­sent­um hærri en það sem ríkið væri reiðubúið að semja um og að ekki væri hægt að hækka laun þeirra marg­falt meira en laun annarra hópa.

Áslaug seg­ir um­mæl­in ekk­ert endi­lega hafa verið hjálp­leg. Spurð hvort ljós­mæður þurfi að slaka á kröf­um sín­um seg­ir hún að þær fari fram á ým­is­legt fleira en fjár­hags­kröf­ur, þar á meðal bætt­an aðbúnað. „Það er ekk­ert sam­tal í gangi og fram að þessu hafa menn ekk­ert verið að leita lausna,“ seg­ir hún um samn­inga­nefnd rík­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert