Khaled Cairo áfrýjar 16 ára dómi

Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins. Hann var dæmdur í 16 …
Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi í síðasta mánuði. mbl.is/Hari

Khaled Cairo sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Cairo, í samtali við mbl.is.

Þann 18. apríl síðastliðinn dæmdi héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur Cairo í 16 ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í íbúð við Haga­mel í Reykja­vík í sept­em­ber í fyrra. Ákæruvaldið hafði farið fram á 16 ára fangelsisdóm, en verjandinn hafði beðið um að honum yrði ekki gerð refsing á þeim forsendum að hann væri ósakhæfur.

Áfryjun málsins er á frumstigi, það er að segja til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara, og því ekki ljóst hvenær málið fer fyrir Landsrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert