Beðið eftir dómi í kynferðisbrotamáli

Aðalmeðferð lauk 26. apríl í héraðsdómi Reykjaness.
Aðalmeðferð lauk 26. apríl í héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um sem sagður er hafa nauðgað 18 ára dreng í fleiri daga, tekið óviðeig­andi mynd­ir af hon­um og brotið ít­rekað gegn nálg­un­ar­banni var fram­lengt síðasta föstu­dag til 1. júní næst­kom­andi.

Aðalmeðferð máls­ins lauk 26. apríl síðastliðinn og standa von­ir til þess að dóm­ur verði kveðinn upp inn­an fjög­urra vikna frá þeim tíma, seg­ir Óli Ingi Ólason hjá embætti rík­is­sak­sókn­ara við mbl.is. Dóms­upp­kvaðning kann að drag­ast eitt­hvað ef anna­samt er hjá dóm­ara í mál­inu.

Málið er hjá Héraðsdómi Reykja­ness.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka