Beiðni Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun verður tekin til formlegrar afgreiðslu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn 30. maí.
Svanhildur segist í samtali við mbl.is telja það afar líklegt að beiðnin verði samþykkt.
Spurð hvort einhverjir af þjónustufulltrúum Hörpu sem sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín hafi dregið uppsagnir sínar til baka segist hún ekki vita til þess.
VR afbókaði tvo viðburði í Hörpu í mótmælaskyni við stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Engar frekari bókanir fyrirtækja eða stofnana hafa orðið á viðburðum í Hörpu, að sögn Svanhildar.