Segir Ragnar fara fram með offorsi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við Ragn­ar höf­um verið ósam­mála um leiðir í kjara­bar­áttu, það er eng­in laun­ung á því, en mér þykir nokkuð merki­legt að hann vilji fara fram með þessu offorsi til þess að banna umræðu. Ég er talsmaður þess að eiga sam­tal, bæði við sam­herja mína og and­stæðinga og ég lít nú á Ragn­ar sem sam­herja minn. Við erum að sinna bar­áttu sömu hóp­anna.“

Þetta seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, í sam­tali við mbl.is, innt­ur eft­ir viðbrögðum við um­mæl­um Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, í Morg­un­blaðinu í dag þess efn­is að hann ætli að lýsa van­trausti á Gylfa öðru hvoru meg­in við helg­ina. Hann hafi áður lýst van­trausti á Gylfa en ætli núna að gera það með form­leg­um hætti.

Til­efnið er mynd­band á veg­um ASÍ sem VR og Fram­sýn hafa sagt gera lítið úr kjara­bar­áttu verka­fólks. Farið er yfir þróun kjara­mála í mynd­band­inu und­an­farna ára­tugi og færð rök fyr­ir því að „vel skipu­lögð sókn með raun­hæf lang­tíma­mark­mið“ hafi skilað launa­fólki meiri kjara­bót en átök fyrri ára­tuga. Kröfu um að taka mynd­bandið niður var hafnað af ASÍ.

„Það er nátt­úru­lega ekk­ert nýtt að Ragn­ar lýsi yfir van­trausti á mig. Hann hef­ur gert það áður eins og haft er eft­ir hon­um í frétt­inni. Nú ætl­ar hann að gera það með form­leg­um hætti og ég bíð bara spennt­ur eft­ir því að sjá hvernig það verður,“ seg­ir Gylfi. Bend­ir hann á að næsta þing ASÍ fari fram í októ­ber í haust og fram að því hafi hann fullt umboð.

Ræði hvort breyta eigi stefn­unni

„ASÍ hef­ur býsna lengi haft mjög skýra stefnu og af­stöðu til þessa viðfangs­efn­is. Sumt af því er form­lega á könnu sam­bands­ins, til að mynda sam­skipti við stjórn­völd. Við höf­um verið mjög gagn­rýn­in á stjórn­völd á und­an­förn­um árum vegna þess að við telj­um þau ekki skipta kök­unni rétt,“ seg­ir Gylfi. Eins sé ljóst að samn­inga­rétt­ur­inn sé hjá aðild­ar­fé­lög­un­um.

„Hins veg­ar hafa aðild­ar­fé­lög ASÍ á und­an­förn­um ára­tug­um, eig­in­lega frá upp­hafi þess­ar­ar bar­áttu, freistað þess að hafa ein­hverja sam­eig­in­lega sýn á aðferðir í kjara­bar­áttu. Það hafa al­veg skipst á skin og skúr­ir í þeim efn­um og verið mis­mun­andi stefn­ur mótaðar,“ seg­ir hann. Til að mynda hafi orðið stefnu­breyt­ing 1990 með þjóðarsátt­inni svo­kallaðri.

„Mér finnst full ástæða til þess að ræða það bara op­in­skátt hvort tími sé kom­inn til þess að breyta þess­ari stefnu aft­ur. Ég er al­veg til í þá umræðu á meðal aðild­ar­fé­laga ASÍ og okk­ar fé­lags­manna. Á end­an­um treysti ég því að þeir muni eins og alltaf kom­ast að skyn­sam­legri niður­stöðu sem verði ein­fald­lega rétt. En það ger­ist ekki með því að banna umræðu.“

„Ég er ein­mitt að tala við gras­rót­ina“

Gylfi seg­ir að sam­tök eins og ASÍ með um 120 þúsund fé­lags­menn geti ekki leyft sér að, og megi ekki, banna umræðu og að það gert á grund­velli yf­ir­lýs­inga um að gras­rót­in eigi að ráða. „Ég er ein­mitt að tala við gras­rót­ina, beina til henn­ar upp­lýs­ing­um og segja: Hvað viljið þið gera með þessa stefnu. Þá vilja þeir sem kenna sig við gras­rót­ina banna umræðuna.“

Gylfi seg­ir að ASÍ sé stolt af þeirri stefnu sem sam­bandið hafi mótað og telji að hún hafi skilað ár­angri. Mæli­kv­arðinn á það sé kaup­mátt­ur, hversu mikið hægt sé að fá fyr­ir krón­urn­ar. Hann vísað þeirri gagn­rýni Ragn­ars Þórs á bug að ekki sé komið inn á banka­hrunið í mynd­band­inu enda komi fram að þá hafi orðið lækk­un á kaup­mætti.

„Hins veg­ar er ekki hægt að koma allri sögu kjara­bar­átt­unn­ar fyr­ir í einn­ar mín­útu um­fjöll­un um kjara­bar­áttu. Enda erum við með tvö önn­ur mynd­bönd sem minna hef­ur verið talað um. Meðal ann­ars um fram­göngu stjórn­valda. Ég held að við Ragn­ar séum sam­mála í þeim efn­um sem er kannski ástæða fyr­ir því að hann minn­ist ekk­ert á það mynd­band.“

Hót­an­ir af­leiðing viðbragðsleys­is

Gylfi seg­ir hafa vantað að fá fram í hverju stefnumun­ur­inn á milli hans og Ragn­ars liggi. „Við þekkj­um per­sónumun­inn og allt í lagi með það. Hann hef­ur til að mynda farið gegn mér sem for­seta­efni. Það er ekk­ert nýtt og ekk­ert við því að segja. En hreyf­ing­in og sam­fé­lagið allt hlýt­ur að kalla eft­ir því hver stefnumun­ur­inn sé og láta þá umræðuna hverf­ast um það.“

„Ég ber auðvitað þá skyldu gagn­vart mín­um sam­tök­um að stuðla að upp­lýstri umræðu,“ seg­ir Gylfi. Hann kippi sér ekk­ert upp við það að for­ystu­menn stétt­ar­fé­laga hóti átök­um á vinnu­markaði. Hót­an­ir séu vegna þess að ekki sé verið að hlusta og fram­kvæma. Þar skipti aðkoma stjórn­valda miklu máli sem geti liðkað fyr­ir samn­ing­um með ýms­um móti.

„Þegar sam­tal hef­ur átt sér stað lengi um erfiðleika okk­ar fólks og á móti kem­ur aðeins sinnu­leysi og viðbragðsleysi þá eru stjórn­völd ekki í aðstöðu til þess að lýsa yfir furðu á því að sam­tal breyt­ist í hót­an­ir. For­sæt­is­ráðherra verður að átta sig á því að ekki er nóg að lýsa yfir skiln­ingi á aðstæðum fólks. Það verður að gera eitt­hvað til að breyta þeim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert