Fjandsamleg yfirtaka

Hópur fólks hefur flutt lögheimili sitt í Árneshrepp vegna áforma …
Hópur fólks hefur flutt lögheimili sitt í Árneshrepp vegna áforma um Hvalárvirkjun. mbl.is/Golli

Um­hugs­un­ar­efni er að ut­anaðkom­andi aðilar geti gert einskon­ar áhlaup á fá­menn sveit­ar­fé­lög til þess að hafa áhrif á mál sem þar eru til um­fjöll­un­ar, seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, 1. þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is. Til­efnið er að alls sautján manns hafa á síðustu vik­um flutt lög­heim­ili sitt í Árnes­hrepp á Strönd­um, en áður voru þar 43 með lög­heim­ili. Því er fjölg­un­in 40%. Þetta ger­ist í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, en ný hrepps­nefnd í þessu fá­menn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins mun ráða miklu um bygg­ingu fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar.

„Það er hættu­leg þróun að hægt sé að bera fé á sveit­ar­stjórn­ir í fá­menn­um byggðum til að hafa áhrif á ákv­arðanir,“ seg­ir Har­ald­ur. „Í Reyk­hóla­sveit heim­ilaði sveit­ar­stjórn lagn­ingu veg­ar um Teigs­skóg en eft­ir það komu fjár­sterk­ir menn sem buðust til þess að greiða fyr­ir út­tekt á því hvort annað veg­stæði skyldi valið. Þetta efni ræddi ég með for­ystu­mönn­um við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra á dög­un­um, sem hét því að gerð yrði út­tekt á lög­mæt­inu. Í Árnes­hreppi, þar sem skipu­lags­drög vegna virkj­un­ar hafa verið samþykkt, hafa sveit­ar­stjórn­um sömu­leiðis verið boðnir fjár­mun­ir til þess að skoða og byggja upp nýja val­kosti verði ekki virkjað.“

Fram hef­ur komið að Þjóðskrá Íslands mun at­huga hvort eðli­leg­ar skýr­ing­ar séu á flutn­ingi lög­heim­il­is fólks í Árnes­hrepp. Sam­kvæmt lög­fræðiáliti sem gert hef­ur verið fyr­ir sveit­ar­stjórn bend­ir margt til þess að flutn­ing­arn­ir séu mála­mynda­gjörn­ing­ar og fram kom í frétt­um að níu manns hafa skráð sig til heim­il­is á Dröng­um, að land­eig­end­um þar for­sp­urðum.

Þarf að bregðast við

„Ég velti fyr­ir mér hvert við séum kom­in þegar stefn­ir í fjand­sam­lega yf­ir­töku á sveit­ar­fé­lög­um. Vest­f­irðir eru lands­hluti sem er að rísa úr margra ára kyrr­stöðu vegna aðgerða í at­vinnu­mál­um. Þá er um­hugs­un­ar­vert að menn geti notað aðstæður og lög­gjöf sem er barn síns tíma til að yf­ir­taka ákvörðun­ar­vald heima­manna með pen­ing­um og því að reyna að hafa áhrif á kosn­ing­ar. Þessu þurfa sveit­ar­fé­lög að bregðast við,“ seg­ir Har­ald­ur. 

Haraldur Benediktsson
Har­ald­ur Bene­dikts­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert