Íslensk erfðagreining opnaði nú í hádeginu vefgátt sína Arfgerð.is. Á síðunni er hægt að skrá sig inn til þess að komast að því hvort þeir beri erfðabreytuna BRCA2 genið sem eykur líku á krabbameini.
Niðurstöður eru til fyrir flesta einstaklinga sem gefið hafa lífsýni í rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar, segir á síðu fyrirtækisins og tekur úrvinnsla gagna að minnsta kosti tvær vikur.
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði af sér skýrslu í gær þar sem lagt er til að opnuð verði sambærileg vefgátt. Íslensk erfðagreining hefur hins vegar opnað sína gátt í hádeginu í dag.
Starfshópurinn hafði lagt áherslu á að einstaklingar hafa rétt til þess að vita ekki af stökkbreytingar í genamengi sínu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hins vegar lýst andúð sinni á slíkri afstöðu vegna þeirri lífshættu sem fólk er í sem ber með sér BRCA2 erfðabreytinguna.