„Ekki útilokað“ að starfsfólk haldi áfram

Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til …
Ekki er útilokað að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fundaði með hópnum í gær. mbl.is/Eggert

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, fundaði í gær með um tutt­ugu þjón­ustu­full­trú­um sem sagt hafa upp störf­um í Hörpu. Hann seg­ir fund­inn hafa verið frá­bær­an og að hon­um hafi heyrst á hópn­um að það væri „ekki úti­lokað“ að upp­sagn­ir verði dregn­ar til baka, en það velti þó á af­stöðu stjórn­enda húss­ins.

„Fyrst og fremst al­veg frá­bær fund­ur. Þetta er svo flott­ur og öfl­ug­ur hóp­ur, mik­ill mannauður þarna á ferð með reynslu og það er virki­lega gam­an að setj­ast niður með fólki sem er til­búið að standa sam­an og berj­ast fyr­ir rétt­ind­um sín­um,“ seg­ir Ragn­ar í sam­tali við mbl.is.

Ragn­ar Þór mun funda með Svan­hildi Kon­ráðsdótt­ur, for­stjóra Hörpu, og fleiri stjórn­end­um í hús­inu á fimmtu­dag­inn. Hann seg­ist vita hvað þurfi að gera til að leysa far­sæl­lega úr þessu máli og að hann telji að það geri stjórn­end­ur Hörpu líka. Hann von­ast til þess að lend­ing ná­ist.

„En það verður bara að koma í ljós hver afstaða stjórn­enda verður,“ seg­ir Ragn­ar. „Ég veit ekki hverju ég á von á en ég vona að þetta verði lausna- og sátta­fund­ur. Ég held að báðir aðilar hafi hug­mynd­ir um hvað þarf að gera til að leysa þetta. Þetta er nú ekki flókið dæmi.“

Eig­end­ur Hörpu marki stefnu sem sómi er af

Ragn­ar Þór set­ur stórt spurn­ing­ar­merki við þá eig­enda­stefnu rík­is­ins og borg­ar­inn­ar sem hann seg­ir að birt­ist í þessu máli og í öðrum dæm­um úr Hörpu, þar sem jafn­vel sé stunduð gervi­verk­taka á meðal sviðs- og tækni­manna.

Formaður VR segir að kjaramál í Hörpu ættu að vera …
Formaður VR seg­ir að kjara­mál í Hörpu ættu að vera kosn­inga­mál í Reykja­vík. mbl.is/​​Hari

Ragn­ar spyr hvort þetta sé virki­lega það sem eig­end­ur húss­ins vilji kenna sig við.

„Að ríkið og sveit­ar­fé­lag, í þessu til­felli borg­in, séu að standa fyr­ir gervi­verk­töku þar sem fólk er jafn­vel ótryggt og síðan koma fram gegn þeim lægst launuðu með þess­um hætti, ætti ein­fald­lega ekki að vera í boði,“ seg­ir Ragn­ar, sem vill að borg­in og ríkið komi fram og „marki eig­enda­stefnu sem sómi sé af.“

Ætti að vera kosn­inga­mál

Hann seg­ir málið vera stórt og að mati Ragn­ars ættu kjara­mál starfs­manna í Hörpu að verða að kosn­inga­máli í Reykja­vík ef borg­ar­yf­ir­völd bregðist ekki við með af­ger­andi hætti og móti eig­enda­stefnu sem tryggi starfs­fólki húss­ins góð kjör.

„Að það sé verið að koma fram við starfs­fólk eins og í verstu til­fell­un­um sem við erum að verða vör við í okk­ar störf­um inn­an verka­lýðshreyf­ing­unn­ar þá óska ég eft­ir fram­boðum sem eru til­bú­in að leiðrétta kjör þessa fólks ef borg­ar­stjóri, borg­ar­stjórn og meiri­hlut­inn ætl­ar ekki að stíga fram í þessu máli og mynda sér ein­hverja af­stöðu.

Eft­ir höfðinu dansa lim­irn­ir og ég geri ráð fyr­ir því að stjórn Hörpu starfi eft­ir ein­hverri eig­enda­stefnu og ef hún er sú að skera niður öll fram­lög til húss­ins þannig að það verði ekk­ert eft­ir til skipt­anna nema rétt til að merja taxt­ana eða standa í ein­hverri gervi­verk­töku, þá er það ein­fald­lega ekki líðandi okk­ar meg­in,“ seg­ir Ragn­ar og bæt­ir því við að það sé grund­vall­ar­atriði að fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins og borg­ar­inn­ar séu rek­in með sóma og virðingu fyr­ir þeim sem þar starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka