20 þúsund á móti þátttöku í Eurovision

Netta Barzilai, hinn ísraelski sigurvegari Eurovision, með verðlaunagripinn.
Netta Barzilai, hinn ísraelski sigurvegari Eurovision, með verðlaunagripinn. AFP

Yfir 20 þúsund manns hafa nú skrifað und­ir áskor­un um að Ísland taki ekki þátt í Eurovisi­on á næsta ári. Ísra­el­ar sigruðu í keppn­inni nú um helg­ina, en marg­ir hafa lýst andúð sinni á hernaði Ísra­ela í ár­anna rás í kjöl­farið og hvatt til þess að keppn­in verði sniðgeng­in.

Á síðu undirskriftalistans, sem Árni St. Sig­urðsson stofnaði, seg­ir að „í ljósi mann­rétt­inda­brota Ísra­els­rík­is gagn­vart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verj­andi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovisi­on í skugga þess of­beld­is sem Ísra­el beit­ir ná­granna sína. Ísra­els­ríki hef­ur á und­an­förn­um mánuðum myrt tugi ein­stak­linga fyr­ir það eitt að mót­mæla ástand­inu.“

Fé­lagið Ísland-Palestína hef­ur meðal annarra gagn­rýnt Evr­ópu fyr­ir að hafa ekki staðið með mann­rétt­ind­um þegar Ísra­el stóð uppi sem sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar á laug­ar­dag. Þá hef­ur stjórn­ar­maður vara­stjórn­ar fé­lags­ins hvatt Íslend­inga til að sniðganga keppn­ina.

Alls höfðu 20.685 skrifað undir áskorunina þegar fréttin var birt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert