Alvarlegt umferðarslys varð í dag um klukkan 14:30 á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Einn einstaklingur lést við áreksturinn og þrír aðrir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Tildrög slyssins eru ókunn og vegnar rannsóknar á vettvangi er Suðurlandsvegur lokaður um óákveðinn tíma. Hjáleið er um gamla Suðurlandsveg og gengur umferð greiðlega. Frekari upplýsingar verða settar á vefinn um leið og hægt er að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Bendir Vegagerðin á að hjáleið sé um Vorsabæjarveg (2419), Auraveg (2418) og Dímonarveg (250).