Framhald gjaldtökunnar ekki ákveðið

Gjaldtaka hófst að nýju á bílastæði við Hraunfossa í gær.
Gjaldtaka hófst að nýju á bílastæði við Hraunfossa í gær. mbl.is/Eggert

Ekki hef­ur verið ákveðið hvort gjald­töku á bíla­stæðum við Hraun­fossa verði haldið áfram á morg­un að sögn Evu B. Helga­dótt­ur, lög­manns H-foss, fé­lags­ins sem stend­ur að gjald­tök­unni. Líkt og síðasta haust stöðvaði lög­regla gjald­töku á bíla­stæðinu í dag.

„Við mun­um ör­ugg­lega taka stöðuna á morg­un,“ seg­ir hún, en Eva tel­ur að óheim­ilt sé að meina land­eig­end­um gjald­töku vegna bíla­stæðanna. „Ég veit ekki á hverju ákvörðun lög­regl­unn­ar er byggð, ég hef ekki séð ákvörðun­ina,“ seg­ir hún.

Eva sagði í sam­tali við mbl.is í gær að bann gegn gjald­töku stydd­ist ekki við heim­ild í lög­um og að yf­ir­völd­um væru óheim­il af­skipt­in.

Boða að dag­sekt­ir verði lagðar á H-foss

Um­hverf­is­stofn­un boðaði í dag að lagðar yrðu á H-foss vegna gjald­tök­unn­ar að sögn Evu. „Við feng­um frest til há­deg­is á morg­un til að and­mæla. Við mun­um koma þeim at­huga­semd­um á fram­færi, þær eru ekki flókn­ar. Það er ein­fald­lega eng­in laga­heim­ild fyr­ir þess­ari ákvörðun. Ef stjórn­völd ætla að beita þving­un­ar­ráðstöf­um gegn ein­hverri at­höfn, þá verður sú at­höfn að vera sak­næm og ólög­mæt. At­höfn­in er hvor­ugt,“ seg­ir Eva.

Stjórn­sýslukæra er til um­fjöll­un­ar í Um­hverf­is­ráðuneyt­inu vegna gjald­töku við Hraun­fossa síðasta haust. „Þegar ég ýtti við þeim um dag­inn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyr­ir lok mánaðar­ins,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka