Spá enn hærri húsaleigu

Vísitala íbúða- og leiguverðs frá í janúar 2011 til mars …
Vísitala íbúða- og leiguverðs frá í janúar 2011 til mars 2018. mbl.is

Horfur eru á enn frekari hækkunum leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið hefur enda ekki fylgt kaupverði fasteigna að undanförnu.

Þetta segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum í umfjöllun um leiguverðshækkunina í Morgunblaðinu í dag.  Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir samband milli leiguverðs og kaupverðs fasteigna. Spáð sé 6-9% hækkun á nafnvirði fasteigna í ár. Hann tekur undir með Ara að líklega muni leiguverðið fara að nálgast kaupverðið.

„Við sáum íbúðaverð hækka talsvert hraðar en leiguverð í fyrra. Því þarf ekki að koma á óvart að leiguverð hækki nú tímabundið hraðar en íbúðaverð,“ segir Ólafur Heiðar. Samhliða þessari þróun segir Ólafur Heiðar tölur sjóðsins benda til að íbúðum sem leigðar eru ferðamönnum sé hætt að fjölga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert