Þúsundir vilja vita af BRCA2

Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri …
Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri í dag til að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt en þær voru fyrir áttatíu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við fögnum allri umræðu og okkur finnst frábært að fólk geti komist að þessu á auðveldan hátt. Það getur þá gripið til aðgerða ef það kýs svo, áður en skaðinn er skeður,“ segir Bjarney Bjarnadóttir, stjórnarmeðlimur Brakkasamtakanna sem leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á genunum BRCA1 og BRCA2.

Þúsundir Íslendinga hafa þegar nýtt sér nýja vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar, arfgerd.is, sem var opnuð á hádegi í gær. Á síðunni býðst Íslendingum að óska eftir upplýsingum um hvort þeir beri 999del5-erfðabreytuna í BRCA2-geninu, sem eykur verulega líkur á krabbameini. Erfðabreytan eykur sérstaklega hættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum kvenna og krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. 6.900 höfðu lokið skráningarferli á síðunni klukkan 17.30 í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðiinu í dag segir Bjarney að sér finnist þetta vera rétta leiðin. „Þeir sem vilja vita geta nálgast upplýsingarnar og þeir sem vilja ekki vita sleppa því. Vonandi verður þetta til þess að einhverjum mannslífum verður bjargað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert