„Verulega erfitt og þungt ástand“

29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag.
29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag. mbl.is/Hjörtur

„Það er veru­lega erfitt og þungt ástand á bráðamót­tök­unni í dag. Í morg­un voru 29 sjúk­ling­ar sem höfðu lokið bráðamót­tökuþjón­ustu og voru að bíða eft­ir inn­lögn­um á legu­deild­ir. Það skap­ar mikið pláss­leysi á bráðamót­tök­unni því það eru bara 34 rúm á allri deild­inni,“ seg­ir Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á bráðamót­töku Land­spít­al­ans.

Ekki er hægt að rekja ástandið á bráðamót­tök­unni nú til ákveðinn­ar veik­inda­hrinu eða far­ald­ar smit­sjúk­dóma, held­ur er um að ræða viðvar­andi ástand sem er misslæmt. Í dag er það sér­stak­lega slæmt.

„Þetta er ákveðin keðju­verk­un. Ann­ars veg­ar er um að ræða lok­an­ir á legu­deild­um vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um, sem ger­ir það að verk­um að sjúk­ling­ar fest­ast hjá okk­ur. Hins veg­ar eru ennþá marg­ir sjúk­ling­ar á spít­al­an­um sem eru með færni- og heil­sum­at en kom­ast ekki á hjúkr­un­ar- eða dval­ar­heim­ili. Þetta eru grund­vall­ar­ástæður fyr­ir þessu, en ein­kenn­in koma fyrst og fremst fram á bráðamót­tök­unni. Fólk safn­ast sam­an þar og flösku­háls mynd­ast.“

Jón Magnús seg­ir ástandið hafa farið stig­vax­andi síðustu dag­ana, en það sé óvenju slæmt í dag.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ástandið hafa farið …
Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á bráðamót­tök­unni, seg­ir ástandið hafa farið stig­vax­andi síðustu daga. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Vegna ástands­ins er hætt við því að þeir sem ekki eru með bráð vanda­mál þurfi að bíða ansi lengi eft­ir þjón­ustu, en Jón Magnús tek­ur fram að all­ir þeir sem þurfi á aðkallandi þjón­ustu að halda vegna veik­inda eða slysa fái hana strax.

Þá seg­ir hann bráðamót­tök­una vera í góðu sam­starfi við heilsu­gæsl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og lækna­vakt­ina og fólki með minna aðkallandi mál sé vísað þangað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem ástandið á bráðamót­tök­unni er sér­stak­lega erfitt, en í fe­brú­ar var ástandið svo slæmt að heil­brigðisráðherra var sér­stak­lega upp­lýst­ur um al­var­lega stöðu. Þá var ekki hægt að tryggja ör­yggi sjúk­linga sem á bráðamót­tök­una leituðu.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra lagði þá áherslu á að hratt yrði unnið að þeim verk­efn­um sem höfðu verið ákveðin til að efla heil­brigðis­kerfið og styrkja mönn­un þess. Vísaði hún til yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is und­ir­ritaða af for­sæt­is-, fjár­mála- og heil­brigðisráðherra. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að farið verði í um­bæt­ur á kjör­um og starfs­um­hverfi heil­brigðis­starfs­manna. Ráðherra legg­ur einnig áherslu á upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma sem veiga­mik­inn þátt í að styrka heil­brigðis­kerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert