Fallið verði frá hækkun stjórnarlauna

Þórður telur að tillaga hans um launalækkun verði samþykkt á …
Þórður telur að tillaga hans um launalækkun verði samþykkt á fundinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þórður Sverris­son, stjórn­ar­formaður í tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu Hörpu, ætl­ar að leggja það til við stjórn fé­lags­ins á næsta stjórn­ar­fundi 30. maí að fallið verði frá hækk­un stjórn­ar­launa sem var samþykkt á aðal­fundi 26. apríl.

„Ég hef kannað stuðning við því inn­an stjórn­ar­inn­ar og tel að það verði samþykkt,“ seg­ir Þórður í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að van­hugsað hafi verið að hækka stjórn­ar­laun­in núna. 

Laun­in munu því áfram vera 92.500 á mánuði og fær formaður stjórn­ar tvö­falda þá þókn­un en laun­in áttu að hækka í 100 þúsund krón­ur. Fimm ár eru liðin síðan stjórn­ar­laun í Hörpu hækkuðu síðast. 

Þórður bend­ir á að rekst­ur Hörpu hafi verið fjár­hags­lega erfiður. Þar hafi vegið þyngst óleyst mál sem varði fast­eign­ina en einnig stór­ir kostnaðarliðir á borð við viðburði.

Hann kveðst vona að starfs­fólk Hörpu og stjórn­end­ur vinni áfram að bætt­um rekstri hér eft­ir sem hingað til og standi áfram að þess­ari mik­il­vægu menn­ing­ar­starf­semi.

Mik­il umræða hef­ur verið und­an­farið um launa­mál starfs­manna Hörpu, en meiri­hluti þjón­ustu­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins sagði upp eft­ir að greint var frá því að laun Svan­hild­ar Kon­ráðsdótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Hörpu, hefðu hækkað á sama tíma og laun þjón­ustu­full­trúa höfðu verið lækkuð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert