Rafvagnar í fulla notkun síðla sumars

Fjórir vagnar eru enn í prufukeyrslu hjá Strætó
Fjórir vagnar eru enn í prufukeyrslu hjá Strætó

„Það hefur allt gengið vel og staðist okkar væntingar. Við viljum hins vegar hafa vaðið fyrir neðan okkur og læra fyllilega á þessa vagna áður en þeir fara í fulla notkun,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Strætó bs. festi nýverið kaup á fjórtán rafmagnsstrætisvögnum frá kínverska framleiðandanum Yutong. Heildarkostnaður við vagnakaupin er um 920 milljónir króna. Fjórir vagnar eru komnir hingað til lands eftir að afhending hafði dregist vegna galla í hönnun. Að sögn Jóhannesar hafa vagnarnir verið í prufukeyrslu þann mánuð sem liðinn er síðan þeir komu til landsins.

„Við höfum verið að keyra þá á svokölluðum stubbavöktum en höfum líka prófað þá á lengri vöktum. Þetta er ákveðin nýjung og það þarf að læra hvernig vagnarnir nýtast best. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp á,“ segir Jóhannes í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir aðspurður að hleðsla vagnanna dugi í 20 klukkustundir og svo taki 2-4 tíma að hlaða þá, eftir því hversu mikla hleðslu þarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert