Ölfus sigurvegari Útsvars

Sigurliðið í þættinum í kvöld.
Sigurliðið í þættinum í kvöld. Mynd/Skjáskot af vef RÚV

Sveitarfélagið Ölfus er sigurvegari spurningaþáttarins Útsvars í ár eftir öruggan sigur á Ísafjarðarbæ í úrslitaviðureigninni sem var sýnd á RÚV í kvöld.

Ölfus vann með 75 stigum gegn 51 og vann þar með keppnina í fyrsta sinn. 

Stuðningsmenn sveitarfélagsins fögnuðu ákaft í sjónvarpssal eftir að úrslitin voru ljós.

Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm hafa staðið vaktina sem umsjónarmenn Útsvars í vetur. Spurningahöfundarnir eru Ævar Örn Jósepsson og Jón Svanur Jóhannsson.

Auk blóma og farandgripsins Ómarsbjöllunnar hlaut sigurliðið 250 þúsund krónur í verðlaun og ákvað það að gefa Félagi eldri borgara í Ölfusi upphæðina. 

Lið Ísafjarðarbæjar.
Lið Ísafjarðarbæjar. Mynd/Skjáskot af vef RÚV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka