Sjö fengu námsstyrk Fulbright

Styrkþegar f.v.: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Ellen Geirsdóttir, …
Styrkþegar f.v.: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Ellen Geirsdóttir, Arnór Gunnar Gunnarsson, Eva H. Baldursdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Kristján Theodór Sigurðsson. Ljósmynd/Fulbright stofnunin á Íslandi

Ful­bright-stofn­un­in á Íslandi veitti í dag ár­lega náms­styrki til ís­lenskra og banda­rískra náms- og fræðimanna. Mót­taka til heiðurs styrkþeg­un­um var hald­in af þessu til­efni í banda­ríska sendi­ráðinu.

Íslensk­ir styrkþegar þetta árið eru: 

  • Dr. Bryn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, til rann­sókn­ar­starfa á sviði lýðheilsu­fræði við Col­umb­ia-há­skóla.
  • Dr. Lára Jó­hanns­dótt­ir, til Norður­skauts­rann­sókna á veg­um Ful­bright Arctic Initiati­ve.
  • Arn­ór Gunn­ar Gunn­ars­son, til masters­náms í sagn­fræði við Col­umb­ia-há­skóla.
  • Eva H. Bald­urs­dótt­ir, til masters­náms í alþjóðalög­um, en hún hlýt­ur jafn­framt Cobb Family Fellows­hip styrk til náms við Miami-há­skóla.
  • Eygló Hösk­ulds­dótt­ir Vi­borg, til masters­náms í tón­smíðum við New York-há­skóla.
  • Kristján Theo­dór Sig­urðsson, til masters­náms véla­verk­fræði við Kali­forn­íu­há­skóla, Berkeley.
  • Ell­en Geirs­dótt­ir Håk­ans­son, til þátt­töku í sum­ar­náms­stefnu á sviði fé­lags­legr­ar frum­kvöðla­starf­semi við Tenn­essee-há­skóla.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert