Sjö fengu námsstyrk Fulbright

Styrkþegar f.v.: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Ellen Geirsdóttir, …
Styrkþegar f.v.: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg, Ellen Geirsdóttir, Arnór Gunnar Gunnarsson, Eva H. Baldursdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Kristján Theodór Sigurðsson. Ljósmynd/Fulbright stofnunin á Íslandi

Fulbright-stofnunin á Íslandi veitti í dag árlega námsstyrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna. Móttaka til heiðurs styrkþegunum var haldin af þessu tilefni í bandaríska sendiráðinu.

Íslenskir styrkþegar þetta árið eru: 

  • Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, til rannsóknarstarfa á sviði lýðheilsufræði við Columbia-háskóla.
  • Dr. Lára Jóhannsdóttir, til Norðurskautsrannsókna á vegum Fulbright Arctic Initiative.
  • Arnór Gunnar Gunnarsson, til mastersnáms í sagnfræði við Columbia-háskóla.
  • Eva H. Baldursdóttir, til mastersnáms í alþjóðalögum, en hún hlýtur jafnframt Cobb Family Fellowship styrk til náms við Miami-háskóla.
  • Eygló Höskuldsdóttir Viborg, til mastersnáms í tónsmíðum við New York-háskóla.
  • Kristján Theodór Sigurðsson, til mastersnáms vélaverkfræði við Kaliforníuháskóla, Berkeley.
  • Ellen Geirsdóttir Håkansson, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi við Tennessee-háskóla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert