Lilja og Arnaldur tilnefnd til Gullrýtings

Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur.
Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur. mbl.is/Hari

Tvær íslenskar bækur, Skuggasund eftir Arnald Indriðason og Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur, hafa verið tilnefndar til Gullna rýtingsins í flokki þýddra bóka.

Gullni rýtingurinn er verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda, CWA, og eru verðlaunin talin ein eftirsóttustu alþjóðlegu glæpasagnaverðlaun heims.

Victoria Cribb er þýðandi Skuggasunds Arnaldar sem kom upphaflega út árið 2013 hjá Vöku Helgafelli en bókin ber nafnið The Shadow District á ensku.

Quentin Bates þýddi Gildruna sem kom fyrst út árið 2015 hjá JPV útgáfu, en bók Lilju ber enska heitið Snare.

Bók Arnaldar Indriðasonar hefur áður hlotið þessi verðlaun, en enska þýðingin á Grafarþögn, Silence of the Grave, fékk Gullna rýtinginn í vali dómnefndar árið 2005.

Alls eru tíu bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár, en lesa má nánar um tilnefningarnar á vefsíðu Samtaka breskra glæpasagnahöfundanna.

Arnaldur Indriðason hefur áður hlotið þessi verðlaun, sem þykja ein …
Arnaldur Indriðason hefur áður hlotið þessi verðlaun, sem þykja ein þau eftirsóttustu í heimi glæpasagna. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert