Báðir mennirnir sem náðust upp úr Þingvallavatni í landi Villingavatns í hádeginu í dag eru í lífshættu.
Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.
Neyðarlínan fékk aðstoðarbeiðni frá hópi erlendra ferðamanna við Villingavatn klukkan 11.44.
Þar hafði maður fallið í vatnið og annar sem talið er að hafi ætlað sér að aðstoða viðkomandi örmagnast á sundi.
Fram kemur að björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla hafi haldið á vettvang. Bátamenn voru þá þegar við leit í Ölfusá vegna leitar að manni þar.