Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lögum um jafnlaunavottun sé ætlað að tryggja jöfn laun á Íslandi óháð kyni, kynferði eða uppruna. Í dag sé kynbundin launamunur 4,8% á Íslandi en rætt var við Katrínu um málið á BBC í dag.
Lög um jafnlaunavottun sem tóku gildi í upphafi ársins en þau voru samþykkt þegar Þorsteinn Víglundsson var félags- og jafnréttismálaráðherra. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um lögin enda Ísland fyrsta ríkið sem lögfestir jöfn laun fyrir alla.