Tilraunir til endurlífgunar karls og konu á fimmtugsaldri frá Bandaríkjunum, sem flutt voru frá Villingavatni á sjúkrahús í Reykjavík í gær, báru ekki árangur og voru þau úrskurðuð látin í gærkvöldi. Að ósk aðstandenda verða nöfn þeirra ekki birt.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu annast rannsókn slyssins.