Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri. Konan starfaði sem dýralæknir en karlmaðurinn var tæknifræðingur.
Svo virðist sem annað þeirra hafi hrasað og rekið út á vatnið og hitt farið á eftir til þess að reyna að koma til bjargar. Sumarbústaðaeigendur í nágrenninu komu fólkinu til bjargar. Var það flutt á sjúkrahús í Reykjavík og úrskurðað látið þar.
Aðstandendur fólksins óskuðu eftir því að nöfn þess yrðu ekki gefin upp.