Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí.
Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda, að því er segir í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Nefndin starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Í henni eiga sæti þau Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess, og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Hreinn Haraldsson hefur starfað sem vegamálastjóri frá árinu 2009 þegar Kristján L. Möller, þáverandi samgönguráðherra, skipaði hann í embættið.
Umsækjendurnir:
Ásrún Rudolfsdóttir forstöðumaður
Bergþóra Þorkelsdóttir, fyrrv. forstjóri
Bjarki Einarsson sjómaður
Bjarni Óskar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Einar Pálsson kennari
Einar Pálsson forstöðumaður
Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður
Hannes Alfreð Hannesson, fyrrv. framkvæmdastjóri
Ingunn Loftsdóttir verkefnastjóri
Kristín Einarsdóttir sviðsstjóri
Kristín Linda Árnadóttir forstjóri
Lilja Guðríður Karlsdóttir framkvæmdastjóri
Magnús Rannver Rafnsson lektor
Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri
Ottó Valur Winther sérfræðingur
Ólafur Kristinn Guðmundsson tæknistjóri
Ólöf Kristjánsdóttir fagstjóri
Óskar Örn Jónsson forstöðumaður
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir forstöðumaður
Róbert Ragnarsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri
Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra
Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri
Steindór Steindórsson þjónustufulltrúi
Þorsteinn Egilsson svæðisstjóri
Uppfært 23.5: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leiðrétti tilkynningu sína í dag, en í upphaflegri tilkynningu vantaði nafn Einars Pálssonar forstöðumanns. Hefur fréttinni verið breytt í samræmi við það.