„Ein stór svikamylla“

Málið var dómtekið í Landsrétti í morgun.
Málið var dómtekið í Landsrétti í morgun. mbl.is/Hjörtur

„Þetta er nátt­úru­lega ein stór svika­mylla,” sagði Helgi Magnús Gunn­ars­son sak­sókn­ari í máli gegn fyrr­ver­andi eig­anda net­versl­an­anna buy.is og best­buy.is í Lands­rétti.

Friðjón Björg­vin Gunn­ars­son var dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir rúmu ári í tveggja ára og sex mánaða fang­elsi og til greiðslu 307,6 millj­óna króna vegna skattsvika. Hon­um var gert að greiða sekt­ina inn­an fjög­urra vikna, en sæti ella fang­elsi í 12 mánuði.

Mál­inu var áfrýjað til Lands­rétt­ar þar sem það var dóm­tekið í morg­un.

Friðjón var í héraðsdómi einnig fund­inn sek­ur um pen­ingaþvætti með því að hafa látið hluta ávinn­ings af brot­um sín­um renna inn á banka­reikn­ing sinn og banka­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar. Alls fóru um 10 millj­ón­ir króna inn á reikn­ing hans og 11,5 millj­ón­ir á reikn­ing kon­unn­ar.

Friðjón neitaði skattaund­an­skot­um einka­hluta­fé­laga sinna og pen­ingaþvætti en játaði að hafa staðið skil á röng­um skatt­fram­töl­um fyr­ir sig. Hann var engu að síður fund­inn sek­ur í öll­um ákæru­liðum.

Eig­in­kon­an var fund­in sek um pen­ingaþvætti með því að hafa veitt viðtöku 11,5 millj­ón­um á reikn­ing sinn og dæmd í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi.

Leið eins og stór­glæpa­manni

Í Lands­rétti í morg­un var spiluð upp­taka af framb­urði eig­in­kon­unn­ar. Hún kvaðst ekki hafa komið að neinu sem tengd­ist rekstri einka­hluta­fé­lag­anna. Friðjón hafi al­farið séð um þau og um þeirra fjár­mál al­mennt. Hún sagði reikn­ing­inn, þangað sem ávinn­ing­ur­inn var í dómi héraðsdóms sagður hafa verið lagður inn, hafa verið í eigu henn­ar síðan í barnæsku og að hún hafi ekk­ert notað hann. Hún hafi ekki fylgst með neinu sem hafi farið þangað inn og svo út. Hún sagði um­rædda upp­hæð hafa tengst sam­eig­in­leg­um fast­eigna­kaup­um þeirra.

Spurð út í skýrslu­töku sína hjá lög­regl­unni sagði hún upp­lif­un­ina hafa verið hræðilega. „Ég var bara í al­gjöru áfalli. Mér leið eins og ég væri sett inn í ein­hverja bíó­mynd.“

Á þess­um tíma var hún ófrísk, kom­in 16 vik­ur á leið. Spurð hvort rann­sak­end­ur hafi gengið hart fram, sagðist hún sam­mála því. „Mér leið eins og stór­glæpa­manni.“

Hún sagði and­lega líðan sína vera mjög slæma. Málið hafi verið í gangi í fjög­ur ár og að hún hafi verið ákærð fyr­ir eitt­hvað sem hún hafi ekki haft neina aðkomu að.

Sak­sókn­ari lýsti því hvernig Friðjón hafi nýtt einka­hluta­fé­lög sín í inn­flutn­ingi, hvert á fæt­ur öðrum. Þau hafi verið notuð sem skelj­ar til að nýta svo­kallaða toll­krít og aldrei greitt aðflutn­ings­gjöld. Öll fé­lög­in voru sett í þrot vegna kröfu toll­stjóra.

Refsað tví­veg­is fyr­ir sömu brot

Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, verj­andi Friðjóns, gerði þá kröfu að ákærukafla C verði vísað frá dómi.

Hann sagði að Friðjóni hafi verið gerð refs­ing fyr­ir skatta­laga­brot sín með úr­sk­urði rík­is­skatt­stjóra. Að gera kröfu um að að hon­um verði refsað á nýj­an leik fyr­ir sömu brot sé brot á mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um refs­ingu í tvígang vegna sömu hátt­semi. Sér til stuðnings vísaði hann meðal ann­ars í mál Jóni Ásgeir Jó­hann­es­son­ar og Tryggva Jóns­son­ar hjá dóm­stóln­um.

Hann sagði dóm­inn sem Friðjón hlaut í héraðsdómi hafa verið of þung­an. Hon­um hafi einnig verið gert að greiða „him­in­háa sekt“ sem ljóst er að hann muni aldrei geta greitt til baka.

Við úr­sk­urð dóms­ins hafi ekki held­ur verið horft til þess langa tíma sem rann­sókn stóð yfir á mál­inu.

„Villst af leið strax í upp­hafi“

Ólaf­ur Kjart­ans­son, lögmaður eig­in­kon­unn­ar, sagði að eng­in grein hafi verið gerð fyr­ir því hvaðan greiðslurn­ar á reikn­ing henn­ar komu, auk þess sem tíma­setn­ing­ar vanti.

„Það er farið af stað gagn­vart henni af óljós­um for­send­um og villst af leið strax í upp­hafi,“ sagði hann.

Ólaf­ur bætti við að milli­færsl­urn­ar á reikn­ing henn­ar hafi verið í bein­um tengsl­um við íbúðakaup henn­ar og Friðjóns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert