Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

„Ég hef verið að pressa á að stjórn­ar­fund­ur­inn verði hald­inn fyrr til þess að fá niður­stöðu í málið,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, um stjórn­ar­fund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næst­kom­andi. Upp­sagn­ir 20 þjón­ustu­full­trúa Hörpu taka gildi þann 1. júní.

„Bolt­inn er hjá stjórn Hörpu og við erum að bíða eft­ir því hvernig stjórn­in ætl­ar að af­greiða þetta. Það er skamm­ur tími til stefnu enn við höf­um gert stjórn­end­um Hörpu al­veg ljóst hvað þarf til þess að leysa þetta mál. Það ligg­ur fyr­ir þannig að þau vita hvað þau þurfa að gera og vita vænt­an­lega líka hvaða af­leiðing­ar það hef­ur ef þau gera það ekki.“

Aðspurður hvort hann hafi trú á því að stjórn­ar­menn Hörpu geri það sem til þarf seg­ir Ragn­ar það ómögu­legt að segja. „Þegar póli­tík er ann­ar­s­veg­ar þá er al­veg ómögu­legt að segja en ég vona svo sann­ar­lega að þetta verði leyst far­sæl­lega fyr­ir alla aðila.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR. mbl.is/​Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son

Ragn­ar seg­ist hafa verið í ágæt­is­sam­bandi við þjón­ustu­full­trú­ana og að hug­ur sé í fólki. „Það veit­ir okk­ur líka inn­blást­ur í bar­átt­unni að finna það að fólkið er til­búið að standa sam­an.“

Snýst ekki um stjórn­ar­menn held­ur starfs­fólk

Stjórn­ar­formaður Hörpu hef­ur til­kynnt að hann ætli að leggja fram til­lögu á fund­in­um þess efn­is að fallið verði frá hækk­un stjórn­ar­launa. „Það hef­ur ekk­ert að segja,“ seg­ir Ragn­ar.

„Þetta snýst ekki um stjórn­ar­menn Hörpu eða stjórn­end­ur. Þetta snýst um starfs­fólkið. Okk­ar afstaða og í raun­inni okk­ar ákv­arðanir hingað til í mál­inu eins og að hætta viðskipt­um við Hörpu verður ekki breytt fyrr en búið er að leysa þeirra mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert