Bæjarfulltrúinn ósammála Þjóðskrá

Einar Birkir sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Þjóðskrá segir …
Einar Birkir sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Þjóðskrá segir hann hafa búsetu í Kópavogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segist í samtali við mbl.is ósammála Þjóðskrá Íslands um hvar réttmætt lögheimili hans er. Stofnunin úrskurðaði á dögunum að lögmætt lögheimili Einars Birkis væri í Kópavogi, ekki í Hafnarfirði.

Hann segir að hann hafi ekki kynnt sér hvort hann hafi andmælarétt í málinu eða hver næstu skref verða. Enn fremur segist Einar Birkir ekki vita á hvaða grundvelli Þjóðskrá byggir sína ákvörðun þar sem hann hafi ekki fengið aðra orðsendingu en stutta tilkynningu frá stofnuninni.

Í kjölfar úrskurðar Þjóðskrár tilkynnti Einar Birkir forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær að hann hygðist ekki sitja bæjarstjórnarfund vegna stöðu mála. Þjóðskrá Íslands telur að hann hafi fasta búsetu í Kópavogi og að rétt lögheimili hans sé þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert