Rannsókn málsins á lokastigum

600 tölvum var stolið úr gagnaverum.
600 tölvum var stolið úr gagnaverum.

Rannsókn eins stærsta þjófnaðarmáls í Íslandssögunni er á lokastigum.

„Eina sem ég get sagt þér er að rannsókn málsins er á lokastigum,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær.

Ólafur segir að enn eigi eftir að tala við menn vegna málsins en verið sé að hnýta lausa enda til þess að ganga frá rannsókn málsins.

Lögreglan er engu nær um staðsetningu tölvubúnaðarins sem var stolið, en alls 600 tölvum var stolið og er verðmætið talið nema rúmum 200 milljónum króna.

Sagt hefur verið frá því að Lögreglan á Suðurnesjum sendi fyrirspurn til kínverskra yfirvalda um 600 tölvur sem lagt var hald á þar í landi en samkvæmt Ólafi Helga þá hafa engin svör borist frá Kínverjum.

Að öðru leyti gat Ólafur Helgi ekki tjáð sig nánar um málið.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert