Umskurðarfrumvarp fari til ríkisstjórnar

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allsherjarnefnd Alþingis vill að frumvarpi um bann við umskurði drengja verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari umfjöllunar.

Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson, sem situr í nefndinni, sagði þetta í samtali við RÚV.

Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd síðan í byrjun mars. Alls hafa 134 umsagnir borist.

Ljóst þykir að ekki takist að ljúka afgreiðslu málsins á næstu tveimur vikum áður en hlé verður gert á þingi.

Willum sagði við RÚV að nefndin vilji halda málinu gangandi og ein leið til þess sé að vísa því til ríkisstjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka