Fleiri láta taka af sér brjóst

Brjóstaskurðaðgerð á Landspítalanum.
Brjóstaskurðaðgerð á Landspítalanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um 70 konur hafa farið í fyrirbyggjandi brjóstnám hér á landi á síðustu árum, flestar á síðustu þremur árum. Á Landspítalanum hafa brjóst 58 kvenna verið fjarlægð frá árinu 2010 og 12 á Klíníkinni frá 2016.

Auk þess eru nokkrar konur að búa sig undir aðgerðir. Umræddar konur höfðu ekki fengið krabbameinsgreiningu en eru með BRCA1- og BRCA2-stökkbreytingar í genum sem auka líkur á krabbameini.

Um miðjan maí opnaði Íslensk erfðagreining vefsíðuna arfgerd.is þar sem Íslendingar geta nálgast upplýsingar um hvort þeir hafi BRCA2-stökkbreytingu. Fyrirspurnum til Landspítalans vegna fyrirbyggjandi brjóstnáms hefur fjölgað mjög að undanförnu, vegna aukinnar vakningar og umræðu í þjóðfélaginu um BRCA, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert