Gekk 125 km eyðimerkurgöngu í minningu arabískra kvenna

Guðný Anna Vilhelmsdóttir á eyðimerkurgöngunni.
Guðný Anna Vilhelmsdóttir á eyðimerkurgöngunni.

Guðný Anna Vil­helms­dótt­ir er 51 árs Bol­vík­ing­ur, bú­sett í Abú Dabí. Hún er viðskipta­fræðing­ur og flutt­ist þangað árið 2013 ásamt eig­in­manni sín­um, Trausta Magnús­syni flug­stjóra. Hún gekk, ásamt hópi kvenna, 125 km yfir eyðimörk til að heiðra minn­ingu þeirra kvenna sem áður gengu þessa göngu.

„Við höfðum búið í Kína í rúm fimm ár, þar sem Trausti var að fljúga fyr­ir þýskt-kín­verskt flug­fé­lag. Svo langaði okk­ur að breyta til og því flutt­um því hingað í lok árs­ins 2013 og vinn­ur Trausti núna hjá flug­fé­lag­inu Eti­had,“ seg­ir Guðný Anna aðspurð hvernig það hafi komið til að þau hjón­in fluttu til Abú Dabí.

Landið er eitt af sjö fursta­dæm­um sem sam­einuð voru und­ir heit­inu Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in. Að sögn Guðnýj­ar Önnu er mjög gott að búa í Abú Dabí. „Þetta er mjög vest­rænt, eða öllu held­ur í ætt við Am­er­íku. Við höf­um allt til alls hérna og lands­menn eru al­mennt mjög frjáls­lynd­ir og al­menni­leg­ir. Þrátt fyr­ir að þetta sé múslimskt ríki eru eng­ar höml­ur fyr­ir mig sem er­lenda konu að vera hér; ég get svo sem gert allt sem mig lang­ar til. En að sjálf­sögðu gild­ir það sama hér og ann­ars staðar að maður þarf að virða þá menn­ingu og siði sem eru í hverju landi.“

Sjá viðtal við Guðnýju Önnu í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert