„Gróf og alvarleg brot“ staðfest

Ólafur Magnússon.
Ólafur Magnússon. mbl.is/Eyþór

„Það er gríðarlega mikilvægt að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gróf, alvarleg og ítrekuð brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum voru í dag staðfest með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu frá Ólafi M. Magnússyni fyrir hönd mjólkurbúsins KÚ og Mjólku.

Þar er skorað á stjórnvöld að fella strax úr gildi undanþágur MS og tengdra aðila frá samkeppnislögum og að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins fyrir og krefjast skýringa.

„Brot Mjólkursamsölunnar hafa haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtæki okkar með óafturkræfum skaða og því fögnum þessari niðurstöðu. Ákvörðunin tekur af öll tvímæli að valdheimildir Samkeppniseftirlitsins og réttarúrræði svo sem áfrýjun til dómsstóla er algjörleg nauðsynleg. Ekki síst þegar fulltrúar í áfrýjunarnefnd eru algjörlega vanhæfir líkt og Stefán Már Stefánsson var í þessu máli, sem hefur um árabil unnið fyrir Bændasamtök Íslands og haft af því verulega fjárhagsleg ávinning persónulega,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynningin í heild sinni: 

„Það er gíðarlega mikilvægt að ákörðun Samkeppniseftirlitsins um gróf, alvarleg og ítrekuð brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum voru í dag staðfest með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Brot Mjólkursamsölunnar hafa haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtæki okkar með óafturkræfum skaða og því fögnum þessari niðurstöðu. Ákvörðunin tekur af öll tvímæli að valdheimildir Samkeppniseftirlitsins og réttarúrræði svo sem áfrýjun til dómsstóla er algjörleg nauðsynleg. Ekki síst þegar fulltrúar í áfrýjunarnefnd eru algjörlega vanhæfir líkt og Stefán Már Stefánsson var í þessu máli, sem hefur um árabil unnið fyrir Bændasamtök Íslands og haft af því verulega fjárhagsleg ávinning persónulega. Mjólkursamsalan (MS)  er samvinnufélag í eigu mjólkurbænda sem eru viðskiptamenn hans í gegnum Bændasamtök Íslands og hann hefur verið í hagsmunagæslu fyrir og fengið tugi milljóna greitt fyrir.  

Alvarlegast er þó að forstjóri MS taldi sig vita að niðurstaða áfrýjunefndar yrði honum hagfeld þ.e. MS viku áður en úrskurður áfrýjunarnefnd var birtu opinberlega. Í öllum lýðræðisríkjum sem við helst berum okkur saman við hefði það kallað á opinbera rannsókn. Við höfum ávallt geta treyst íslenskum dómsstólum og borið traust til þeirra þó því sé ekki eins farið í áfrýjunarnefnd, landbúnaðarráðuneytinu og stjórnsýslunni almennt.

Brot MS er sérstaklega gróft þar sem MS er eina fyrirtækið í hinum vestræna heimi sem er með verulegar undanþágur frá samkeppnislögum og gríðarlega sterka markaðstöðu. Þrátt fyrir verulega undanþágur brýtur MS gróflega gegn samkeppnislögum og hefur ekkert fyrirtæki orðið uppvíst að jafn alvarlegum brotum og felast í brotum gegn 19.gr samkeppnislaga, ekki síst þar sem þau eru ítrekuð og langvarandi.  

Niðurstaða héraðsdóms er því graf alvarlegur áfellisdómur yfir störfum forstjóra og stjórnar MS sem hafa í störfum sínum brotið illa á keppinautum sínum á markaði. Aðgerðir MS hafa valdið fyrirtækjum okkar fjárhagslegum skaða og hafa síðast en ekki síst bitnað á hagsmunum neytenda með alvarlegum hættti. Stjórnvöld hljóta að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins til ábyrgðar þar sem þeim hefur verið falið mikið vald sem þeir hafa ítrekað misnotað og brotið það traust sem þeim hefur verið sýnt gagnvart íslenskum neytendum og hagsmunum þeirra. Sérstaklega er þetta alvarlegt í ljósi þeirra gríðarlegu innflutningsverndar sem MS hefur verið tryggð í áratugi.

Við skorum því á stjórnvöld að fella strax úr gildi allar undanþágur MS og tengdra aðila frá samkeppnislögum og kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins fyrir og krefjast skýringa, aðgerða til úrbóta og leiðréttingar strax og stöðva þessa framgöngu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert