MS áfrýjar dómnum

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag Mjólk­ur­sam­söl­una til þess að greiða …
Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag Mjólk­ur­sam­söl­una til þess að greiða 440 millj­ón­ir króna í sekt. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Eftir að hafa yfirfarið forsendur dómsins telur MS óhjákvæmilegt að áfrýja niðurstöðunni sem fer þvert gegn úrskurði fjölskipaðs stjórnvalds.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið fyrr í dag til að greiða 440 millj­ón­ir króna í sekt vegna mis­notk­un­ar á markaðsráðandi stöðu með því að selja keppi­naut­um sín­um grund­vall­ar­hrá­efni, hrámjólk, til fram­leiðslu á mjólk­ur­vör­um á mun hærra verði en MS sjálf og tengd­ir aðilar, Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga og dótt­ur­fé­lög, þurftu að greiða.

Þar að auki var fé­lagið dæmt til að greiða 40 millj­ón­ir vegna brota á upp­lýs­inga­skyldu sam­keppn­islaga með því að halda mik­il­vægu gagni frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

Í tilkynningunni frá MS kemur fram að fyrirtækið hafi starfað í samræmi við skýr ákvæði búvörulaga og að engin brot hafi verið framin. 

„Var það niðurstaða fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar samkepnismála, sem er lokaniðurstaða á stjórnsýslustigi og MS telur vera rétta,“ segir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert