Sérsveitin stödd á Seltjarnarnesi

Sérsveitar- og lögreglumenn á Seltjarnarnesi.
Sérsveitar- og lögreglumenn á Seltjarnarnesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérsveit ríkislögreglustjóra er stödd við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi þar sem hún sinnir verkefni.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um verkefnið.

Lögreglan hefur óskað eftir því að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé til taks en það er ekki á staðnum sem stendur. 

Uppfært kl. 17.15:

Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru tveir einstaklingar fluttir út úr íbúð við götuna.

Aðgerðum sérsveitarinnar á vettvangi er lokið.

Þrír lögreglubílar eru enn á staðnum.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert