Sjósund mót sólríku suðri

Elvar Reykjalín við fjöruna á Hauganesi við Eyjafjörð og í …
Elvar Reykjalín við fjöruna á Hauganesi við Eyjafjörð og í baksýn eru heitu pottarnir og búningsaðstaðan sem komið hefur verið upp. Hægt er að vaða á sendnum botni minnst 25 metra út í sjóinn á þessum slóðum mbl.is/igurður Bogi Sævarsson

Komið hef­ur verið upp heit­um pott­um og bún­ingsaðstöðu í fjöru á Hauga­nesi við ut­an­verðan Eyja­fjörð og þar út­bú­in góð aðstaða fyr­ir sjó­sunds­fólk.

Aðstæður á þess­um slóðum fyr­ir sjó­sund eru all­ar hinar bestu, fjar­an er send­in og grunn og hægt að vaða um 25 metra út þegar lág­sjávað er. Þá snýr fjar­an mót sól­ríku suðri, en slík­ar aðstæður eru sjald­gæf­ar á Norður­landi.

Það er Elv­ar Reykjalín, fram­kvæmda­stjóri Ekta­fisks, sem að þessu stend­ur með fjöl­skyldu sinni, en þau reka fyr­ir veit­ingastað í þorp­inu og hafa raun­ar gert sitt­hvað fleira í því skyni að styrkja Hauga­nes sem ferðamannastað.

Norðlenskt Benidorm

„Aðstaðan er góð en von­andi er þetta bara fyrsti áfang­inn. Ég tel að hér séu mik­il tæki­færi fyr­ir hendi og ef aðsókn verður góð má alltaf bæta við og byggja upp,“ seg­ir Elv­ar í um­fjöll­un um aðstæður í sund­fjör­unni góðu í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert