Leiðrétta kjör þjónustufulltrúa

Á stjórn­ar­fundi Hörpu ohf. í dag kynnti for­stjóri Hörpu stjórn fé­lags­ins þá ákvörðun sína að greiða þjón­ustu­full­trú­um tíma­kaup sem tek­ur í meg­in­at­riðum mið af þeim samn­ing­um sem voru í gildi á síðasta ári.

Þannig vill stjórn­in koma til móts við gagn­rýni meðal þeirra um kjara­breyt­ing­ar í tengsl­um við rekstr­ar­hagræðingu í Hörpu. 

Laun Svan­hild­ar Kon­ráðsdótt­ur, for­stjóra Hörpu, hafa einnig verið lækkuð, að beiðni henn­ar. Sömu­leiðis var á fund­in­um samþykkt til­laga stjórn­ar­for­manns um að falla frá 8% hækk­un stjórn­ar­launa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hörpu.

Breyt­ing­in varðandi kjör þjón­ustu­full­trú­anna tek­ur gildi 1. júní nk. og verður tíma­kaup þá 26,1% yfir taxta stétt­ar­fé­lags eða að meðaltali 2.935 kr. á klst. í eft­ir­vinnu en 85% vinnu­stunda þjón­ustu­full­trúa eru á kvöld­in og um helg­ar. Þess­ar breyt­ing­ar hafa verið kynnt­ar á fundi með þjón­ustu­full­trú­um.

Einnig samþykkti stjórn fé­lags­ins til­lögu for­stjóra um að ut­anaðkom­andi fagaðili geri markaðslauna­grein­ingu á kjör­um þjón­ustu­full­trúa Hörpu sem starfa í hluta­starfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða meðal ann­ars bor­in sam­an við sam­bæri­leg störf ann­ars staðar. Leitað hef­ur verið til ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Attent­us mannauður og ráðgjöf ehf. um að ann­ast verkið.

Jafn­framt verður í sam­ráði við starfs­menn haf­inn und­ir­bún­ing­ur að gerð starfs­mats og markaðslauna­grein­ing­ar fyr­ir öll störf hjá Hörpu ohf. og í fram­hald­inu unnið að því að Harpa leiti eft­ir jafn­launa­vott­un á grund­velli þess starfs­mats.

„For­ráðamenn Hörpu vilja að fé­lagið greiði starfs­mönn­um sín­um sann­gjörn og góð laun í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu fé­lags­ins. Þar seg­ir að kjör starfs­fólks „skuli vera sam­keppn­is­hæf við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki og miðast við þann markaðshóp sem hver starfs­manna­hóp­ur til­heyr­ir“. Með of­an­greind­um aðgerðum er leit­ast við að tryggja að þessu ákvæði starfs­kjara­stefn­unn­ar verði full­nægt og að sátt ná­ist um launa­kjör starfs­manna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til­kynn­ing­in í heild sinni: 

„Á stjórn­ar­fundi Hörpu ohf. í dag kynnti for­stjóri Hörpu stjórn fé­lags­ins þá ákvörðun sína að greiða þjón­ustu­full­trú­um tíma­kaup sem tek­ur í meg­in­at­riðum mið af þeim samn­ing­um sem voru í gildi á síðasta ári. Þannig er komið til móts við gagn­rýni meðal þeirra um kjara­breyt­ing­ar í tengsl­um við rekstr­ar­hagræðingu í Hörpu. Breyt­ing­in tek­ur gildi 1. júní n.k. og verður tíma­kaup þá 26,1% yfir taxta stétt­ar­fé­lags eða að meðaltali 2.935 kr. á klst. í eft­ir­vinnu en 85% vinnu­stunda þjón­ustu­full­trúa eru á kvöld­in og um helg­ar. Þess­ar breyt­ing­ar hafa verið kynnt­ar á fundi með þjón­ustu­full­trú­um.

Einnig samþykkti stjórn fé­lags­ins til­lögu for­stjóra um að ut­anaðkom­andi fagaðili geri markaðslauna­grein­ingu á kjör­um þjón­ustu­full­trúa Hörpu sem starfa í hluta­starfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. bor­in sam­an við sam­bæri­leg störf ann­ars staðar. Leitað hef­ur verið til ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Attent­us mannauður og ráðgjöf ehf. um að ann­ast verkið.

Jafn­framt verður í sam­ráði við starfs­menn haf­inn und­ir­bún­ing­ur að gerð starfs­mats og markaðslauna­grein­ing­ar fyr­ir öll störf hjá Hörpu ohf. og í fram­hald­inu unnið að því að Harpa leiti eft­ir jafn­launa­vott­un á grund­velli þess starfs­mats.

For­ráðamenn Hörpu vilja að fé­lagið greiði starfs­mönn­um sín­um sann­gjörn og góð laun í sam­ræmi við  starfs­kjara­stefnu fé­lags­ins. Þar seg­ir að kjör starfs­fólks „skuli vera sam­keppn­is­hæf við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki og miðast við þann markaðshóp sem hver starfs­manna­hóp­ur til­heyr­ir“. Með of­an­greind­um aðgerðum er leit­ast við að tryggja að þessu ákvæði starfs­kjara­stefn­unn­ar verði full­nægt og að sátt ná­ist um launa­kjör starfs­manna.

Hinn 8. maí sl. sendi Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu, frá sér yf­ir­lýs­ingu um að til þess að stuðla að sátt um nauðsyn­leg­ar hagræðing­araðgerðir í Hörpu myndi hún óska eft­ir því við stjórn að laun henn­ar yrðu lækkuð úr þeirri upp­hæð sem samið var um í upp­hafi,  og að þau yrðu í sam­ræmi við úr­sk­urð Kjararáðs sem barst eft­ir að gengið var frá ráðningu henn­ar. Laun for­stjóra Hörpu heyrðu ekki und­ir úr­sk­urð ráðsins eft­ir 1. júlí 2017.  Stjórn Hörpu staðfesti þessa lækk­un og gild­ir hún frá 1. júní.

Á stjórn­ar­fund­in­um var einnig samþykkt til­laga stjórn­ar­for­manns um að falla frá 8% hækk­un stjórn­ar­launa sem samþykkt var á aðal­fundi fé­lags­ins þann 26. apríl.  Laun stjórn­ar­manna hald­ast því óbreytt frá ár­inu 2013.

Starfs­menn Hörpu sinna á hverju ári á annað þúsund viðburðum og taka um leið þátt í því krefj­andi verk­efni að bæta rekst­ur Hörpu. Mik­il­vægt er að byggja á þeim ár­angri sem náðst hef­ur og tryggja stöðug­leika í starfs­um­hverfi Hörpu.  Sér­stök stefnu­mót­un­ar­vinna fer nú fram inn­an Hörpu með þátt­töku helstu hags­munaaðila og mun niðurstaða þeirr­ar vinnu marka braut­ina fyr­ir starf­sem­ina á næstu árum.  Stjórn Hörpu vill stuðla að víðtækri sátt og sam­stöðu um starf­sem­ina í hús­inu enda er hlut­verk Hörpu í menn­ing­ar­líf­inu og sam­fé­lag­inu afar mik­il­vægt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert