Slösuð eftir fall á göngustíg við Gullfoss

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Gullfoss til að sækja konu sem …
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Gullfoss til að sækja konu sem slasaðist alvarlega við fossinn. Ljósmynd/Baldur Gylfason

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú síðdegis vegna eldri konu sem slasaðist eftir fall á göngustíg við Gullfoss. Konunni skrikaði fótur á klöppunum við fossinn og féll hún á höfuðið, að því er mbl.is hefur eftir sjónarvotti, sem sagði hana vera alvarlega slasaða.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti í samtali við mbl.is að þyrlan hefði verið kölluð út og staðfesti Landhelgisgæslan skömmu fyrir fimm að þyrlan væri lent við Landspítalann. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ljósmynd/Baldur Gylfason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert