Grunaður um fleiri kynferðisbrot

Kynferðisbrotamál er til rannsóknar hjá lögreglu en hinn grunaði hefur …
Kynferðisbrotamál er til rannsóknar hjá lögreglu en hinn grunaði hefur þegar verið dæmdur til sjö ára í öðru máli. mbl.is/Golli

Þor­steinn Hall­dórs­son, sem dæmd­ur var í síðasta mánuði í sjö ára fang­elsi fyr­ir nauðgun og önn­ur brot í Héraðsdómi Reykja­ness, er grunaður um kyn­ferðis­brot í öðru máli sem hef­ur verið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Theo­dór Kristjáns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ir við mbl.is að maður­inn sem dæmd­ur var í sjö ára fang­elsi, og fjöl­miðlar greindu frá að væri Þor­steinn Hall­dórs­son, er grunaður í öðru kyn­ferðis­brota­máli sem nú er til rann­sókn­ar hjá embætt­inu.

Málið hef­ur verið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni frá því í haust að sögn Theo­dórs. „Rann­sókn okk­ar er langt kom­in og er nú hjá ákæru­sviði embætt­is­ins til yf­ir­ferðar,“ seg­ir hann. Theo­dór seg­ist ekki geta veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

Ætlar að áfrýja nauðgun­ar­dómi

Þor­steinn var dæmd­ur 18. maí síðastliðinn, en tvær ákær­ur sem sneru að fleiri brot­um gegn sama dreng höfðu verið lagðar fram. Í fyrri ákær­unni sneri málið að því að Þor­steinn hafi, þegar dreng­ur­inn var 15 til 17 ára, ít­rekað tælt hann með fíkni­efn­um, lyfj­um og gjöf­um. Hann á að hafa nýtt sér yf­ir­burði sína gagn­vart drengn­um vegna ald­urs- og þroskamun­ar.

Þor­steinn var einnig dæmd­ur fyr­ir að hafa nauðgað drengn­um þegar dreng­ur­inn var 18 ára. Hann er sagður í dómi hafa gefið brotaþola mikið magn lyfja og nýtt sér ástand drengs­ins til þess að eiga sam­ræði við hann dög­um sam­an í janú­ar á þessu ári.

Dag­inn sem Þor­steinn var dæmd­ur sagði verj­andi hans, Guðrún Björg Birg­is­dótt­ir, í sam­tali við blaðamann mbl.is að Þor­steinn hygðist áfrýja dómn­um á grund­velli sak­leys­is. Hann ger­ir einnig at­huga­semd­ir við sönn­un­ar­gögn og málsmeðferð er snúa að seinni ákær­unni.

For­eldr­ar lýstu aðgerðal­eysi lög­reglu og barna­vernd­ar

Í fe­brú­ar ræddu for­eldr­ar drengs­ins við blaðamann mbl.is og bentu á að þau hafi reynt ár­ang­urs­laust að fá barna­vernd og lög­reglu til þess að aðstoða sig. Lög­regl­an á að hafa tjáð for­eldr­um drengs­ins að vegna ald­urs hefði dreng­ur­inn sjálf­ur þurft að leggja fram kæru á hend­ur Þor­steini, en hann var orðinn 15 ára þegar Þor­steinn fór að brjóta gegn hon­um.

„Það er ótrú­legt hvað mikið þurfti að ganga á þangað til eitt­hvað gerðist. Dreng­ur­inn var orðinn gjör­sam­lega heilaþveg­inn af þess­um manni, orðinn háður dópi og tób­aki. Karl­inn kaup­ir handa hon­um enda­laust af tölvu­leikj­um og eins síma. Hann á dreng­inn í raun­inni á þess­um tíma,“ hef­ur mbl.is eft­ir móður drengs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka