Mjög alvarlegt umferðarslys átti sér stað á Vesturlandsvegi við Enni á Kjalarnesi á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lentu tvær bifreiðar saman og voru sjö sjúkrabifreiðar sendar á staðinn ásamt tveimur tækjabifreiðum.
Mikill viðbúnaður er á staðnum og fjölmennur hópur fólks hefur verið sendur á staðinn. Heimildir mbl.is herma að níu manns séu slasaðir en þær hafa ekki verið staðfestar.
Uppfært kl. 20:06: Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 19:23. Vesturlandsvegurinn hefur verið lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.
Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar tafir hafa orðið á umferð um Vesturlandsveg í kjölfarið.
Uppfært kl. 21:58: Vesturlandsvegur hefur verið opnaður fyrir umferð.