Skýrist með veiðigjöld í dag

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. mbl.is/Hari

Búast má við að það skýrist hvenær tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis.

Þetta segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Fundurinn hefst klukkan 11.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is sagðist í gær ekki eiga von á öðru en að breyt­ing­ar á veiðigjöld­um verði á dag­skrá þings­ins á morgun. Hún sagði þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vera einhuga að baki frumvarpinu. 

Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, taldi einnig að frumvarpið yrði tekið á dagskrá Alþingis á morgun en hann ræddi við Morgunblaðið fyrir helgi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka