Meirihluti velferðarnefndar Alþingis leggur til að frumvarp um rafrettur og áfyllingar fyrir þær verði samþykkt með nokkrum breytingum.
Frumvarpinu er ætlað að setja skýrar reglur um sölu, markaðssetningu og notkun á rafrettum auk þess sem í því eru ákvæði um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu.
Mikill áhugi virðist vera á málinu og margir láta sig það varða. Þannig gengu 17 einstaklingar á fund velferðarnefndar þegar rætt var um frumvarpið og alls bárust henni 69 umsagnir um það, að því er rfam kemur í Morgunblaðinu í dag.