Harpa ráðin deildarstjóri kjaradeildar

Harpa Ólafsdóttir.
Harpa Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurborg hefur ráðið Hörpu Ólafsdóttur í starf deildarstjóra kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar.

Kjaradeild fjármálaskrifstofu fer með launavinnslu fyrir svið og stofnanir borgarinnar, túlkun vinnuréttar og samskipti við stéttarfélög og ennfremur rekstur, kerfisstjórn og þróun upplýsingakerfa sem tengjast starfsmannamálum.

Harpa er með grunn- og framhaldsnám í hagfræði frá Georg-August Universität Gottingen í Þýskalandi og MBA próf frá Háskóla Íslands 2017, að því er fram kemur í tilkynningu.

Harpa hefur síðastliðin 15 ár gegnt starfi forstöðumanns kjaramálasviðs Eflingar og hefur mikla reynslu og yfirburða þekkingu á sviði vinnumarkaðsmála, af verkefnum á sviði kjaradeildar, s.s. greiningarvinnu og kjarasamningsgerð bæði á almenna markaðnum og einnig opinbera sviðinu og starfsemi stéttarfélaga til fjölda ára. Hún þekkir afar vel til kjarasamningsumhverfis og starfsmatskerfis Reykjavíkurborgar í gegnum setu í samstarfsnefnd Eflingar og Reykjavíkurborgar. Harpa hefur auk þess góða þekkingu af upplýsingakerfum bæði í gegnum starf sitt hjá Eflingu og ekki síður í gegnum starf sitt sem vörustjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Hug hf. þar hafði hún umsjón með innkaupum fyrirtækisins til endursölu og umsjón með samningum fyrirtækisins, hún hefur góða þekkingu og skilning á hagnýtingu upplýsingakerfa í rekstri og stjórnun, að því er segir í tilkynningu borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert