Ráðuneytið samþykkir endurupptökubeiðni Braga

Velferðarráðuneytið hefur samþykkt beiðni Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, um …
Velferðarráðuneytið hefur samþykkt beiðni Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda.

Velferðarráðuneytið hefur samþykkt beiðni Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu þar sem segir einnig að óháð úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun ráðuneytisins í kjölfar kvartananna gefi fullt tilefni til endurupptöku málsins.

Á næstu dögum mun velferðarráðuneytið fara frekar yfir niðurstöðu úttektarinnar, meðal annars til að greina hvaða þætti varðandi stjórnsýslu og verklag ráðuneytisins þurfi helst að bæta. „Þá hefur ráðuneytið óskað eftir fundi með skýrsluhöfundum til að fara yfir viðbrögð ráðuneytisins,“ segir í tilkynningu.

Í úttektinni sem var kynnt í dag kemur meðal annars fram að Bragi hafi ekki brotið af sér með upp­lýs­inga­gjöf til afa barna í Hafn­ar­f­irðinum, svokölluðu Hafn­ar­fjarðar­máli, en að vel­ferðarráðuneytið hafi gerst brot­legt við grund­vall­ar­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins um and­mæla­rétt, sbr. 13. gr. stjórn­sýslu­laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert