Samþykktu fjármálaáætlun

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára var samþykkt á Alþingi í dag með þrjátíu og einu atkvæði gegn nítján, sjö þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Fjármálaáætlunin hefur sótt nokkurri gagnrýni í dag. Meðal annars hefur verið sagt að hún standist ekki gæðakröfur sem gerðar eru í lögum um opinber fjármál. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði þeirri gagnrýni með því að segja það vinnuferli sem fylgdi innleiðingu laga um opinber fjármál væri „lærdómsferli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert