Fornir gripir fundust í sorpgámi

Oddar af örvum og spjótum, skrautlauf, brot úr lyfjaglasi og …
Oddar af örvum og spjótum, skrautlauf, brot úr lyfjaglasi og hálsfesti voru í sendingunni góðu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sér­fræðing­ar Þjóðminja­safns Íslands leita nú upp­lýs­inga um fjölda gripa sem því bár­ust frá nytja­markaði Góða hirðis­ins á föstu­dag­inn í sl. viku.

Í plast­kassa sem barst á gáma­stöðina við Dal­veg í Kóap­vogi voru, vafðir inn­an í sal­ern­ispapp­ír, odd­ar af örv­um og spjót­um, sveigðar járnþynn­ur, gler­brot úr lyfjaglös­um, ax­ar­höfuð, skraut­lauf og fleira; alls tug­ir gripa sem all­ir eru mjög fá­gæt­ir.

Ármann Guðmunds­son, sér­fræðing­ur forn­minja hjá Þjóðminja­safn­inu, seg­ir þessa send­ingu mjög óvenju­lega. Nauðsyn­legt sé að sá eða sú sem fór með grip­ina í sorpið gefi sig fram og greini frá vitn­eskju sinni, hver sem hún kunni að vera. Öðru­vísi upp­lýs­ist málið varla, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mun­ina fornu í Morg­un­blaðinu í dag.

Ármann Guðmundsson með axarhöfuð sem var í kassanum dularfulla.
Ármann Guðmunds­son með ax­ar­höfuð sem var í kass­an­um dul­ar­fulla. mbl/​Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert