Nú get ég hvað sem er

María Thelma Smáradóttir á framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Myndin …
María Thelma Smáradóttir á framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Myndin Arctic var frumsýnd nýlega í Cannes og hlaut mikið lof en þar leikur hún annað aðalhlutverkið á móti Mads Mikkelsen. mbl.is/Ásdís

Í Perlunni er er­ill og hóp­ar af ferðamönn­um bíða spennt­ir eft­ir að fá að kom­ast út á út­sýn­ispall­inn. Er­indi mitt er hins veg­ar að hitta unga og efni­lega leik­konu sem er ný­kom­in heim frá Cann­es þar sem mynd­in Arctic var frum­sýnd. Þar leik­ur María Thelma Smára­dótt­ir annað af tveim­ur aðal­hlut­verk­um á móti danska stór­leik­ar­an­um Mads Mikk­el­sen. Þau eru reynd­ar ein­ung­is tvö í allri kvik­mynd­inni sem var tek­in upp hér­lend­is í snjó, kulda og trekki. En við kom­um að því síðar; á kaffi­hús­inu á efstu hæðinni er hlýtt því sól­in skín inn um glerkúpu­l­inn og hit­ar allt upp eins og í gróður­húsi. María Thelma er mætt; fal­leg dökk­hærð ís­lensk kona með dá­lítið taí­lenskt blóð í æðum. Yfir kaff­inu ræðum við lífið og til­ver­una, leik­list­ina og upp­run­ann sem hún hef­ur nýtt sér í leik­list­inni.

For­vit­in um upp­run­ann

Þrátt fyr­ir að vera orðin kvik­mynda­leik­kona er María Thelma með báða fæt­ur á jörðinni og býr enn í for­eldra­hús­um. Henni þykir afar gott að vera í hreiðrinu hjá mömmu og pabba, en móðir henn­ar, Vala Rún Tuankr­at­hok er taí­lensk og faðir­inn, Smári Þrast­ar Sig­urðsson, Íslend­ing­ur.
Hvernig kynnt­ust for­eldr­ar þínir?
„Áhuga­vert að þú skul­ir spyrja að þessu því það verður sett upp verk um þetta á næsta ári í Þjóðleik­hús­inu. Þetta er ein­leik­ur sem fjall­ar akkúrat um þetta, hvernig mamma og pabbi kynnt­ust og af hverju hún kom til Íslands, en þau kynnt­ust í Taílandi. Hún var að vinna á bar og pabbi kom inn á bar­inn og þau kynn­ast þar. Hann var að vinna hjá flug­fé­lagi en hann var flugmaður og flug­virki. Svo verður mamma ólétt að eldri syst­ur minni og þau gifta sig í Taílandi og flytja svo til Íslands. „And the rest is history“ en ég er fædd hér,“ seg­ir María Thelma og bros­ir.
Upp­haf­lega samdi María Thelma stutt­an ein­leik í Lista­há­skól­an­um.
„Þetta var loka­verk­efnið mitt og við mátt­um í raun­inni gera hvað sem er og einu regl­urn­ar voru að verkið þyrfti að vera tutt­ugu mín­út­ur. Ég ákvað að fjalla um mömmu mína af því ég var for­vit­in um líf henn­ar og mín­ar ætt­mæður. Hér á Íslandi get­ur maður farið í Íslend­inga­bók og þjóðskrá og skoðað allt sitt ætt­ar­tré. En í Asíu, þegar maður fæðist inn í lægstu stétt­irn­ar, ertu ekk­ert skráður og það er svo­lítið eins og þú sért ekki til. Það er svo súr­realískt að hugsa til þess að hinn helm­ing­ur­inn af mér er þaðan. Þetta eru tveir ólík­ir pól­ar. Ég var ótrú­lega for­vit­in um þetta og fór að graf­ast fyr­ir um henn­ar upp­runa,“ seg­ir María Thelma og fór þá að spyrja móður sína spjör­un­um úr.
Á unglings­ár­un­um seg­ist María Thelma hafa haft áhyggj­ur af því að út­litið myndi hamla því að hún fengi góð hlut­verk í framtíðinni. „En nú hugsa ég að ég eigi eft­ir að fá fleiri tæki­færi, ein­mitt af því ég lít svona út. Þetta á ekki bara við um mig, held­ur alla, af því við höf­um öll ein­hverj­ar efa­semd­ir um okk­ur sjálf. Það er al­gjör­lega í okk­ar hönd­um hvort við not­um það sem styrk­leika eða veik­leika,“ seg­ir María Thelma sem á við að fólk er alls kon­ar og bæði í kvik­mynd­um og á sviði er þörf á alls kyns út­liti fólks. Enda end­ur­spegl­ar leik­list­in lífið sjálft.

Hepp­in með leik­hópa

Eft­ir út­skrift úr Lista­há­skólanaum árið 2016 fékk María Thelma strax hlut­verk í sjón­varps­serí­unni Föng­um, sem Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir fram­leiddu og léku í und­ir leik­stjórn Ragn­ars Braga­son­ar. 

„Það var æðis­legt. Mér finnst ég hafa verið mjög hepp­in með leik­hópa. Það er mjög vel tekið á móti mér og all­ir mæta mér á jafn­ingja­grund­velli. Nína og Unn­ur eru al­veg ynd­is­leg­ar. Ég lék fang­ann Írisi og fyrst og fremst var þetta mjög lær­dóms­ríkt. Það eru svo stór­kost­leg­ar leik­kon­ur í þess­um þátt­um og það að sitja til borðs með þeim var bara: vá! Ég er mjög þakk­lát. Ég hefði ekki getað verið heppn­ari og þetta var ótrú­lega skemmti­legt,“ seg­ir María Thelma.
Að því loknu var hún ráðin í verk­efni hjá Þjóðleik­hús­inu þar sem hún hóf störf í janú­ar 2017 en þar lék hún í barna­leik­rit­inu Ég get og í Risaeðlun­um með tveim­ur af þekkt­ustu leik­ur­um okk­ar, Eddu Björg­vins og Pálma Gests. „Þar segi ég það sama, hvað ég var ótrú­lega hepp­in með leik­hóp. Þetta var mjög gef­andi og það var aldrei dauð stund, Edda er svo fynd­in,“ seg­ir hún. 

Mads er með leik­ara­hjarta

Ný­lega var sýnd á Cann­es-kvik­mynda­hátíðinni mynd­in Arctic með Mads Mikk­el­sen í aðal­hlut­verki og Maríu Thelmu. Aðeins þau tvö leika í mynd­inni, sem er am­er­ísk-ís­lensk og tek­in upp hér á landi. Mynd­in fékk mikið lof í Cann­es og var val­in ein af tólf bestu mynd­um hátíðar­inn­ar.
Hvernig vildi það til að þú fékkst hlut­verkið?
„Það var verið að leita að leik­konu af asísk­um upp­runa og þau leituðu víða; í Englandi, Banda­ríkj­un­um og hér heima. Það var haft sam­band við mig og ég fékk hand­ritið sent og svo hitti ég leik­stjór­anna. Svo fékk ég hlut­verkið. Þetta var ekki prufa held­ur átti ég sam­tal við leik­stjór­anna. Svo voru tök­urn­ar í apríl og maí 2017. Þetta var ótrú­lega krefj­andi verk­efni,“ seg­ir hún.
„Fyrst og fremst út af veðrinu, við tók­um mest upp á Nesja­völl­um og það var allt á kafi í snjó. Maður var alltaf í stöðugu kapp­hlaupi við veðrið og nátt­úr­una,“ seg­ir hún en mynd­in er um lífs­bar­áttu á norður­skauts­svæðinu.

Mads Mikkelsen, María Thelma, og hinn brasilíski leikstjóri kvikmyndarinnar Arctic, …
Mads Mikk­el­sen, María Thelma, og hinn bras­il­íski leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar Arctic, Joe Penna, stilla sér upp í mynda­töku í Cann­es í síðasta mánuði. AFP

Hvernig er mynd­in?
„Ég var að sjá hana í fyrsta skipti um dag­inn í Cann­es og fannst hún mjög góð. Maður nær kannski ekki að njóta henn­ar al­veg þegar maður sér hana í fyrsta sinn því ég var svo mikið að hugsa um praktíska hluti,“ seg­ir María Thelma og bros­ir.
Hvernig er að leika á móti svona stór­stjörnu eins og Mads?
„Hann mæt­ir manni á jafn­ingja­grund­velli og er mjög dansk­ur og jarðbund­inn. Hann er rosa­lega skemmti­leg­ur, skiln­ings­rík­ur og það var mjög gott að vinna með hon­um. Hann er enn með leik­ara­hjartað og er ekki að missa sig í hroka. Við sótt­um mjög mikið í hvort annað hvað varðar hand­ritið og eydd­um mikl­um tíma í að und­ir­búa okk­ur og til að missa ekki sjón­ar á því sem við vor­um að gera. Á sama tíma voru aðstæðurn­ar svo erfiðar að maður þurfti að vera seig­ur til að kom­ast í gegn­um þetta, en þetta var góð reynsla. Það hefði verið auðvelt að missa sig í pirr­ing, og þá meina ég ekki út í hvort annað held­ur vegna erfiðra aðstæðna sem við vor­um í. Okk­ur var alltaf kalt og það var alltaf blautt. Alltaf rok. Maður var alltaf með snjó í and­lit­inu. Þannig að þetta var rosa töff á þenn­an hátt og ég held að kuld­inn geti dregið það versta fram í manni. Þetta voru ekki lúxustök­ur! Á ein­um tíma­punkti sagði Mads: „Þetta er erfiðasta verk­efni sem ég hef tekið þátt í“. Og ég sagði: „Þetta er fyrsta verk­efni sem ég hef tekið þátt í!““ seg­ir hún og skelli­hlær.
„Þannig að þetta er viðmiðið mitt núna. Ég var í úti­tök­um í gær fyr­ir aug­lýs­inga­her­ferð og það var al­veg kalt en ekk­ert miðað við Arctic! Viðmiðið er svo hátt, nú get ég hvað sem er. Þetta var ótrú­lega krefj­andi og mik­il­vægt að standa með sjálf­um sér í gegn­um allt ferlið.“

Leik­húsið er hættu­legra

Hvernig var það að vera á rauða dregl­in­um í Cann­es?
„Það var ótrú­legt að vera þarna, svo súr­realískt. Ég var svo stolt af öll­um þeim sem komu að mynd­inni. Það sem stóð upp úr hjá mér var að sjá allt ís­lenska tök­uliðið þarna, á Cann­es, stærstu og flott­astu lista­hátíð í heimi. Við Íslend­ing­ar erum komn­ir þangað, mjög langa leið. Við eig­um svo harðgert og flott fólk í þess­um bransa. All­ir manns draum­ar og öll manns mark­mið eiga al­veg séns.“
María Thelma seg­ir að hugs­an­lega geti kvik­mynda­hlut­verkið opnað dyr að öðrum stór­um hlut­verk­um. „Maður veit aldrei. Það eru breytt­ir tím­ar hér á landi, í gamla daga var bara hægt að fá hlut­verk í leik­hús­un­um en núna er svo mik­il gróska í kvik­mynd­um og sjón­varps­serí­um. Ég er eig­in­lega búin að vera meira í sjón­varpi en í leik­hús­inu.“
Hvort er skemmti­legra?
„Það er hættu­legra að vera í leik­húsi, maður þarf að negla þetta í hvert skipti. Og gera það mörg kvöld í röð. En í bíó­mynd­um og sjón­varp­inu er þetta nán­ari leik­ur.“
Þú end­ar kannski í bíó­mynd með Brad Pitt?
„Það er ekk­ert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægst­ur,“ seg­ir hún og skelli­hlær.
„Ann­ars er það svo fyndið, að um leið og ég plana eitt­hvað langt fram í tím­ann er eins og að lífið loki á það og beini mér í ein­hverja allt aðra og betri átt.“

„Þrautseigjan er mikilvæg. Það getur enginn vegið og metið vinnuna …
„Þraut­seigj­an er mik­il­væg. Það get­ur eng­inn vegið og metið vinn­una þína nema þú sjálf­ur. Maður á ekki að taka minna pláss en maður þarf; taktu bara meira pláss. Stattu með þér,“ seg­ir leik­kon­an María Thelma. AFP

Að taka meira pláss

María Thelma er reynsl­unni rík­ari eft­ir Arctic og seg­ist hafa lært heil­mikið.
„Mér leið stund­um eins og það væri stutt í það að gef­ast upp en það skipt­ir svo miklu máli að halda áfram og ekki af­saka vinn­una sína, á einn eða ann­an hátt. Þraut­seigj­an er mik­il­væg. Það get­ur eng­inn vegið og metið vinn­una þína nema þú sjálf­ur. Maður á ekki að taka minna pláss en maður þarf; taktu bara meira pláss. Stattu með þér. Það er nefni­lega al­gengt hjá ung­um leik­kon­um að af­saka sig og bakka út í staðinn fyr­ir að fagna sér og sinni vinnu því það er eng­inn að fara að vinna vinn­una fyr­ir þig. Þetta var svo erfitt og gott ferli að ég ætla bara að fagna því.“

Ítar­legt viðtal við Maríu Thelmu er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Mads Mikkelsen leikur í myndinni Arctic á móti Maríu Thelmu.
Mads Mikk­el­sen leik­ur í mynd­inni Arctic á móti Maríu Thelmu.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert