Nýtt met Þorbergs Inga

Þorbergur Ingi Jónsson.
Þorbergur Ingi Jónsson.

Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson hljóp í morgun 11 ferðir upp Esjuna í Mt. Esja Ultra-hlaupinu sem haldið er í sjöunda sinn. Þorbergur setti nýtt met og sló þar með  met Friðleifs Friðleifssonar.

Þorbergur bætti met Friðleifs um klukkutíma í dag en Þorbergur hljóp á 9:39:49, upp og niður Esjuna ellefu sinnum. Alls eru það 77km og 6.600 metra hækkun. 

Hlaupið í dag er liður í undirbúningi Þorbergs fyrir Ultra Trail du Mt. Blanc í ágúst. 

Sex hlauparar voru skráðir til leiks og fá þeir hámark 18 klukkustundir til þess að fara Esjuna ellefu sinnum. Sextán hlauparar hlaupa heilt maraþon, rúma 42 km, á Esjunni. Á hádegi ætla síðan um 100 manns að fara tvisvar sinnum upp og niður Esjuna.

Þorbergur Ingi Jónsson sést hér koma í mark eftir að …
Þorbergur Ingi Jónsson sést hér koma í mark eftir að hafa hlaupið upp og niður Esjuna 11 sinnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert