Tvær þyrlur sendar af stað

TF-Gná var önnur vélin sem send var út.
TF-Gná var önnur vélin sem send var út. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær af þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar og báðar af þeim sem eru til taks þessa stund­ina voru send­ar út með skömmu milli­bili núna á þriðja og fjórða tím­an­um í dag.

Fór önn­ur vél­in að sækja slasaðan sjó­mann í norskt skip sem var að veiðum fyr­ir utan Suðaust­ur­land. Sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar er þyrl­an ekki kom­in að skip­inu og því ekki hægt að greina nán­ar frá mála­vöxt­um að svo stöddu.

Þá var hin vél­in send núna fyr­ir um kort­eri síðan á Snæ­fells­nes til móts við sjúkra­bíl sem fór að sækja mann sem slasaðist á fót­bolta­leik á Hell­is­sandi. Var í gangi leik­ur milli Víðis/​Reyn­is í Garði og Snæ­fells­ness og lenti einn leikmaður­inn í hrauni fyr­ir utan völl­inn þar sem hann rak höfuðið í grjót.

Þyrlurn­ar TF-Gná og TF-Sýn sinna verk­efn­un­um, en TF-Líf er í viðhalds­skoðun.

Upp­fært kl. 17:00: Þyrl­an sem fór á Snæ­fells­nes lenti á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi fyr­ir stuttu síðan, en hin er enn í aðgerðum.

Upp­fært kl. 18:30: Tvö slys urðu í fót­bolta­leikn­um á Snæ­fellsnesi og var þyrl­an kölluð til vegna síðara slyss­ins þar sem leikmaður lenti í hrauni fyr­ir utan völl­inn. Í upp­haf­legri frétt kom fram að þyrl­an hefði sótt mann sem hefði lent í samstuði við ann­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka